Flauta og harpa á Gljúfrasteini

Áshildur Haraldsdóttir, flauta, og Katie Buckley, harpa

Stofutónleikaröð Gljúfrasteins hélt áfram sunnudaginn 8. júní en þá léku Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Katie Buckley hörpuleikari í stofu nóbelsskáldsins.

Áshildur Haraldsdóttir nam flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk síðan háskólaprófum frá The New England Conservatory of Music, Julliard skólanum í New York og Konservatoríinu í París. Hún hefur unnið til verðlauna í fjórum alþjóðlegum tónlistarkeppnum og hljóðritað fimm einleiksgeisladiska. Auk þess að koma reglulega fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur hún leikið einleik með hljómsveitum í fjórum heimsálfum og komið fram í útvarpi og sjónvarpi í yfir 20 löndum. Áshildur hefur verið meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2004.

Katie Elizabeth Buckley hóf nám í hörpuleik 8 ára gömul í Bandaríkjunum og lauk gráðunum Bachelor of Music, Performer's Certificate og Master of Music frá Eastman School of Music í Rochester, New York. Katie hefur komið fram sem einleikari með mörgum hljómsveitum, þ.á.m. The Eastman Chamber Orchestra og Rochester Philharmonic Orchestra. Árið 2004 tók Katie við stöðu hörpuleikara við Brevard Music Festival í Brevard,

Efnisskrá:

Gaetano Donizetti: Sonata fyrir hörpu og flautu. (Larghetto og Allegro)

Vincent Persichetti: Serenade No. 10. Kaflar I, IV, VII og VIII

Camille Saint-Saens Fantaisie op. 124