Skáldlegt síðdegi á degi íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember næstkomandi, munu meistaranemar í ritlist frá Háskóla Íslands koma sér vel fyrir í stofunni og lesa upp úr eigin verkum.

Dagskráin stendur milli kl. 17-18. Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis. 

„Starf skáldsins er meðal annars sleitulaust málsköpunarstarf, og þar eru hinar almennu grundvallarreglur aðeins hliðsjónaratriði, sem veita honum mjög takmarkaða aðstoð, og oft einga, en háttvísi hans og stílþroski hið eina örugga leiðarljós.“
(Halldór Laxness, Vettvángur dagsins, 1941)
 

Á degi íslenskrar tungu munu ritlistarnemar koma sér vel fyrir í stofunni og lesa upp úr verkum sínum.