Námskeið: Salka Valka - níræð og síung 

Bókakápur Sölku Völku í móttöku Gljúfrasteins. 

Námskeiðið Salka Valka - níræð og síung verður haldið í Endurmenntun í október næstkomandi. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Gljúfrastein og mun síðasti tíminn fara fram á safninu þann 8. október. Halldór Guðmundsson hefur umsjón með námskeiðinu og fær til sín góða gesti.  

90 ár eru liðin frá því að seinna bindi Sölku Völku, Fuglinn í fjörunni, kom út á þrítugsafmæli Halldórs Laxness. Fjallað verður um sögulegan jafnt sem ævisögulegan bakgrunn verksins, um byggingu þess og persónu- og samfélagslýsingar en líka spurt hvaða erindi sagan eigi við nútímann. Þetta er því einstakt tækifæri til að sökkva sér í heim Sölku Völku. 

Snemmskráning stendur yfir hjá Endurmenntun til og með 23. september.


 

Til baka í viðburði