Laugardaginn 29. apríl mun Birta Fróðadóttir leiða lifandi leiðsögn um Gljúfrastein. Sjónum verður beint að tilurð hússins og hönnun þess og því sérstæða safni hönnunarhúsgagna og listaverka sem menningarheimilið Gljúfrasteinn býr yfir. Amma Birtu og alnafna var innanhúsarkitekt og húsgagnasmiður frá Danmörku og naut Auður Laxness dyggrar aðstoðar hennar og vináttu við að skapa innviði hússins á eftirstíðsárunum.
Birta Fróðadóttir er starfandi arkitekt og lektor við arkitektúrdeild LHÍ. Hún hefur fengist við arkitektúr af ólíkum toga - annast endurgerðir friðaðra húsa, teiknað smáhýsi og borgarrými og allt þar á milli. Samhliða arkitektúrstörfum hefur Birta komið að sýningarstjórn og hönnun sýninga auk rannsókna og heimildarmyndagerð. Birta er alin upp í Mosfellsdal í kærum félagsskap við barnabörn Halldórs og Auðar og því tíður gestur á Gljúfrasteini á uppvaxtarárum sínum.
Leiðsögnin hefst kl. 14. Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn. Verið velkomin á Gljúfrastein!
Við bendum á að næg bílastæði eru við Jónstótt, hinum megin Köldukvíslar. Leiðsögnin er hluti af vordagskrá Gljúfrsteins 2023, hér má sjá dagskrána í heild.