Fyrir daufum eyrum - Dagný Kristjánsdóttir 

Dagný Kristjánsdóttir.

Dagný Kristjánsdóttir mun halda erindi á Gljúfrasteini laugardaginn 13. maí. Þar verður fjallað um ungar stúlkur og augnaráð karla, bæði í völdum skrifum Halldórs Laxness og gagnrýnenda í samtíma hans. Dagný er prófessor emeríta í íslenskum nútímabókmenntum við íslensku­- og menningardeild Háskóla Íslands. Hún hefur víða á ferli sínum fjallað um verk Halldórs Laxness, nú síðast í Tímariti Máls og menningar þar sem sjónum var beint að birtingarmyndum kynferðisofbeldis í nokkrum verka skáldsins. 

Erindi Dagnýjar ber yfirskriftina „Fyrir daufum eyrum“ og hefst kl. 14 í stofunni á Gljúfrasteini. Ókeypis er inn og öll velkomin! 

Við bendum á að næg bílastæði eru við Jónstótt, hinum megin Köldukvíslar. Erindið er hluti af vordagskrá Gljúfrsteins 2023, hér má sjá dagskrána í heild. 

Til baka í viðburði