Dekurbarn sem bjargaði íslenskri menningu

Í fyrsta þætti hlaðvarpsseríu Gljúfrasteins sem ber heitið Með Laxness á heilanum talar Ragnar Kjartansson, listamaður um ást sína á verkum Halldórs og þá sérstaklega Heimsljósi sem hann segir að sé alltumlykjandi í listaverkum sínum og í öllu hans lífi allt frá því að hann var lítill strákur þegar Laxness var hans Mikki mús. Ragnar segir að það að Halldór Laxness hafi verið dekurbarn foreldra sinna hafi bjargað íslenskri menningu.
 

Ragnar Kjartansson með Laxness á heilanum 

Í þáttunum sem nú hefja göngu sína er rætt við fólk sem er hugfangið af verkum Halldórs Laxness og hugmyndum hans um líf og tilveru.
Upphafs- og lokalag þáttanna gerði Sigrún Jónsdóttir, tónskáld en það er tilbrigði við lag sem Halldór Laxness söng við ljóð sitt Maístjörnuna í viðtalið við Pétur Pétursson á Gljúfrasteini árið 1987. Þættirnir verða á Spotify, á heimasíðu safnsins og á Facebooksíðu þess.

Umsjón með þáttunum hefur Margrét Marteinsdóttir.

Til baka í viðburði