Auður á Gljúfrasteini - Edda Andrésdóttir

Sumarið 1984 sátu þær Auður Laxness og Edda Andrésdóttir sjónvarpskona og rithöfundur löngum stundum saman í herbergi Auðar á Gljúfrasteini – þar sem Auður rifjaði upp lífshlaup sitt og Edda skráði. Fyrir jólin sama ár kom svo út bókin, Á Gljúfrasteini. Laugardaginn 20. maí næstkomandi mun Edda segja frá kynnum sínum af Auði þetta löngu liðna sumar þegar hún fylgdi henni eftir eins og grár köttur og tilurð bókarinnar sem á 40 ára afmæli á næsta ári.  

Spjallið hefst klukkan 14 í stofunni á Gljúfrasteini en á eftir verður gengið um húsið. Öll hjartanlega velkomin! 

Við bendum á að næg bílastæði eru við Jónstótt, hinum megin Köldukvíslar. Erindið er hluti af vordagskrá Gljúfrsteins 2023, hér má sjá dagskrána í heild.


 

Til baka í viðburði