Hlutverk og gildi

Stafrófskver eftir Eirík Briem þar sem riteð er innan á aftari kápu: „Herra Halldór Guðjónsson Laxnesi Mosfellssveit Kjósarsýsslu á þessa bók. Hann pabbi hans gaf honum hana til þess að hann gæti lært að lesa."

Framtíðarsýn
Gljúfrasteinn er eitt helsta menningarsetur þjóðarinnar og þekktur áfangastaður á leiðinni til Þingvalla.  Gljúfrasteini verði tryggt framtíðarhúsnæði til viðbótar í næsta nágrenni sem hýst getur fjölþættari starfsemi en nú er unnt. Gljúfrasteinn mun leita eftir nýjum viðfangsefnum til að vaxa en vera þó ávallt trúr því hlutverki og þeirri ímynd sem keppt hefur verið að.


Hlutverk og gildi

  • Hlutverk Gljúfrasteins er að vera  heimili Halldórs Laxness, lifandi safn sem stendur vörð um lífsstarf hans.
  • Þau gildi sem Gljúfrasteinn vill starfa eftir eru metnaður, sköpunargleði, virðing.


Metnaður: Á Gljúfrasteini fer fram metnaðarfull starfsemi. Gildir það jafnt um uppbyggingu staðarins sem innra starf og rekstur safnsins.

Sköpunargleði: Safnið hafi frumkvæði, þar sem sköpunargleði verður höfð að leiðarljósi í anda þeirra sem búið hafa á Gljúfrasteini. Haldnir verði viðburðir og þemasýningar sem endurspegli það.

Virðing: Á Gljúfrasteini er borin djúp virðing fyrir hlutverki safnsins og umhverfi þess.