Fullorðinsárin

Þessa mynd tók Ingibjörg Einarsdóttir af þeim Þórbergi Þórðarsyni, Eggerti Stefánssyni, Sigurði Skagfield og Halldóri Kiljan Laxness í Leith í Skotlandi 1930. Þórbergur og Halldór voru nýkomnir af rithöfundaþingi í Noregi.

Halldór við skriftir á bókasafninu að Laugarvatni sumarið 1933. Þetta sumar var Halldór að vinna að Sjálfstæðu fólki en fleiri bækur hans urðu til þarna.

Halldór og fyrri kona hans Ingibjörg Einarsdóttir í Nizza árið 1935.

Halldór á Akureyri með frambjóðendum kommúnista, Einari Olgeirssyni og Steingrími Aðalsteinssyni, við alþingiskosningarnar 1937.

Halldór í ræðustól hjá Samfylkingunni á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí 1936.

Halldór Laxness að störfum á heimili sínu við Vesturgötu um 1940.

Halldór á vinnustofu sinni að Gljúfrasteini skömmu eftir að hann og Auður kona hans fluttu þangað 1945. Halldór skrifaði á hverjum degi, hóf vinnu um hálftíuleytið og stóð þá iðulega við púlt á vinnustofu sinni.

Halldór Laxness með kollega sínum Gunnari Gunnarssyni sumarið 1947.

Halldór les upp úr verkum sínum á afmæli ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellssveit árið 1949

Með rússneskum aðdáendum í Moskvu 1954, þegar Halldór vann að þýðingu Silfurtúnglsins með rússneskum þýðanda sínum, Valentinu Morosovu.

Halldór Laxness hylltur á sviði Litla leikhússins í Moskvu að lokinni frumsýningu á leikriti hans, Silfurtúnglinu, 11. maí 1955. Markov leikstjóri er fyrir miðri mynd.

Laxness situr í stólnum Eggið eftir Arne Jacobsen í stofu sinni að Fálkagötu 17.

Halldór og Auður Laxness með dætrunum Sigríði og Guðnýju.

Fræg mynd sænska ljósmyndarans Hans Malmberg af Halldóri Laxness og hundi hans við ána Köldukvísl.

Skáldið á göngu með hundinn meðfram Köldukvísl.

Halldór Laxness í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini.

Halldór áritar eina af bókum sínum, líklegast í kringum 1960.

Páll Sigurðsson rakari klippir Halldór á rakarastofunni í Eimskipafélagshúsinu en þangað kom hann að jafnaði vikulega.

Halldór Kiljan Laxness var heiðursdoktor í Háskólanum í Turku á Finnland á 50 ára afmælishátíð skólans. Prófessor Oscae Nikula afhendir Halldóri nafnbótina.