Sjömeistarasagan kom út árið 1978 og er þriðja bindi minningasagna Halldórs Laxness.
Hinar eru Í túninu heima (1975), Úngur eg var (1976) og Grikklandsárið (1980). Sagan gerist í Reykjavík í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og fjallar um Halldór og samferðamenn hans. Hér segir frá ungum manni sem bíður í ofvæni þess að glíma við að setja saman meistaraverk á bókmenntasviðinu. Bókin er ekki síður mikilvægur vitnisburður mikils höfundar um menningarsögu Íslands og umheimsins á öldinni sem leið.
Fleyg orð
Fleyg orð
„... ég mun einhverstaðar hafa lesið að það ár, þegar maður kallar sig sautján ára, tákni síðustu bernskuvon manns; eftir það taki æskan við og eins getur þýtt ellin."
(24. kafli.)
„Síðasta verk, hvað sem það er vont, gerir mann venjulega blindan á fyrri verk sín, meðal annars af því að á líðandi stund er maður það sem maður er, hvað sem maður var áður og hvað sem maður á eftir að verða."
(24. kafli.)
„Hálfsagðar sögur er einar að marka, segi ég. Afgángurinn er venjulega ekki annað en málaleingíngar og afsakanir."
(24. kafli.)