Innansveitarkronika kom út árið 1970 og er næstsíðasta skáldsaga Halldórs Laxness.
Sagan gerist í Mosfellsdalnum þar sem hann ólst upp. Hann nýtir sér raunverulega atburði sem gerðust frá 1880 og fram á fimmta áratuginn og spinnur sögu í kringum kostulegar deilur sóknarbarna um kirkjubyggingu. Raunar má segja að sagan endurspegli sögu Íslands, allt frá hetjuskap fornaldar til þeirra miklu tímamóta sem heimsstyrjöldin síðari markaði í lífi þjóðarinnar. Frásagnaraðferð Halldórs er í ætt við Íslendingasögur en með því að segja söguna eins og króniku leitast hann við að ná sem mestri hlutlægni og láta sögumanninn hverfa. Hvert orð vegur þungt, hverjum atburði lýst án óþarfa orðaskaks.
Í Innansveitarkroniku er meðal annars að finna Söguna af brauðinu dýra sem gefin hefur verið út sérstaklega í myndskreyttum útgáfum á íslensku, ensku og þýsku. Þar segir frá Guðrúnu Jónsdóttur sem var send með brauð milli bæja en villtist dögum saman í þoku á heiðinni. Ekki snerti hún þó við brauðinu enda sagði hún síðar, samkvæmt Innansveitarkroniku: „Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir."
Fleyg orð
Í Innansveitarkroniku er meðal annars að finna Söguna af brauðinu dýra sem gefin hefur verið út sérstaklega í myndskreyttum útgáfum á íslensku, ensku og þýsku. Þar segir frá Guðrúnu Jónsdóttur sem var send með brauð milli bæja en villtist dögum saman í þoku á heiðinni. Ekki snerti hún þó við brauðinu enda sagði hún síðar, samkvæmt Innansveitarkroniku: „Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir."
Fleyg orð
„Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. Afturámóti klífa þeir þrítugan hamarinn til að verða við bænarstað vina og frænda, enda mundi landsbygð á Íslandi hafa lagst niður fyrir mörgum öldum ef eigi væri svo. Þó er enn ein röksemd sem íslendíngar eru fúsir að hlíta þegar alt um þrýtur, en það er fyndni; má vera aulafyndni. Við hlægilega lygisögu mýkist þjóðfélagið og fer að ljóma upp; jarðvegur sálarinnar verður jákvæður."
(9. kafli,)
„... alt fer á hausinn hjá því opinbera, nema skattstofan."
(21. kafli.)
„Dag nokkurn um það bil sem börn hennar voru vel komin á legg lagðist hún í kör og reis ekki upp síðan; en kör hefur verið ein mikilsverðust þjóðfélagsstofnun á Íslandi frá því land bygðist."
(4. kafli.)
(21. kafli.)
„Dag nokkurn um það bil sem börn hennar voru vel komin á legg lagðist hún í kör og reis ekki upp síðan; en kör hefur verið ein mikilsverðust þjóðfélagsstofnun á Íslandi frá því land bygðist."
(4. kafli.)