Árið 1919 kvaddi Halldór frá Laxnesi sér hljóðs á íslenskum bókamarkaði með skáldsögu sinni Barni náttúrunnar.
Viðtökur gagnrýnenda voru nokkuð blendnar. Einn sagði að „viðvaningshöndin [væri] auðfundin á allri bókinni", annar sagði Huldu, aðalpersónu sögunnar, „óskiljanlega og afkáralega og einskisverða" og þar fram eftir götum. Hins vegar virtust menn sammála um að Halldór Guðjónsson ætti framtíðina fyrir sér og sagði Jakob Jóh. Smári t.d. að engum gæti dulist að hér væri „um að ræða efni í skáld, sem líklegt er til stórra afreka".
Barn náttúrunnar segir frá náttúrubarninu Huldu og heimsmanninum Randveri sem leitar lífshamingjunnar í fábrotnu lífi bóndans. Óbeisluð og eigingjörn lífsskoðun Huldu tekst á við þrá Randvers eftir einföldu en iðjusömu lífi og sagan fjallar á þann hátt „um siðferðilegan grundvöll mannlífsins", eins og Halldór ritaði í formála að sögunni árið 1964. Sagan er rómantísk og boðskapurinn einfaldur en sterkur - maðurinn á að rækta garðinn sinn í sveita síns andlits og njóta ávaxtanna.
Formáli Halldórs að endurútgáfunni hófst með þessum orðum: „Nákominn vinur sem ég tek mikið mark á sagði við mig ekki alls fyrir laungu, að Barn náttúrunnar fyrsta bók mín, samin 1918, væri í senn útdráttur, niðurstaða og þversumma af öllu sem ég hefði skrifað síðan: að síðari bækur mínar væru allar eintóm greinargerð fyrir þeim niðurstöðum sem komist er að í Barni náttúrunnar. - Nú er ég hef látið tilleiðast að renna augum yfir bókina í fyrsta sinni síðan ég sendi hana frá mér sextán vetra gamall, þá uppgötva ég að þetta muni vera besta bók mín, og liggja til þess þær orsakir að hún geymir óm bernskunnar. Þetta er kveðja mín til bernskudaganna."
Fleyg orð
Barn náttúrunnar segir frá náttúrubarninu Huldu og heimsmanninum Randveri sem leitar lífshamingjunnar í fábrotnu lífi bóndans. Óbeisluð og eigingjörn lífsskoðun Huldu tekst á við þrá Randvers eftir einföldu en iðjusömu lífi og sagan fjallar á þann hátt „um siðferðilegan grundvöll mannlífsins", eins og Halldór ritaði í formála að sögunni árið 1964. Sagan er rómantísk og boðskapurinn einfaldur en sterkur - maðurinn á að rækta garðinn sinn í sveita síns andlits og njóta ávaxtanna.
Formáli Halldórs að endurútgáfunni hófst með þessum orðum: „Nákominn vinur sem ég tek mikið mark á sagði við mig ekki alls fyrir laungu, að Barn náttúrunnar fyrsta bók mín, samin 1918, væri í senn útdráttur, niðurstaða og þversumma af öllu sem ég hefði skrifað síðan: að síðari bækur mínar væru allar eintóm greinargerð fyrir þeim niðurstöðum sem komist er að í Barni náttúrunnar. - Nú er ég hef látið tilleiðast að renna augum yfir bókina í fyrsta sinni síðan ég sendi hana frá mér sextán vetra gamall, þá uppgötva ég að þetta muni vera besta bók mín, og liggja til þess þær orsakir að hún geymir óm bernskunnar. Þetta er kveðja mín til bernskudaganna."
Fleyg orð
„Sem braskari lifirðu á blóði náúngans, sem bóndi hjálparðu honum til þess að lifa."
(9. kafli. Randver.)
„Dáið er alt án drauma;
og dapur heimurinn."
(11. kafli. Hulda.)
„Gættu þín fyrir náttúrunni, því þótt hún sé fögur, þá er hún ekki miskunnsöm."
(17. kafli. Stefán bóndi.)