Kvikmyndadraumur Halldórs

Þegar Halldór Laxness dvaldi í Hollywood undir lok þriðja áratugarins gerði hann tilraun til að koma sér á framfæri sem handritshöfundi. Veturinn 1927-1928 skrifaði hann drög að tveimur kvikmyndahandritum sem hann hugðist nota til að greiða götu sína í draumaborginni. Annað þessara handrita var frumgerð að sögunni um Sölku Völku og er því fyrirrennari skáldsögunnar sem kom út í tveimur hlutum fáum árum síðar.

Handritið birtist fyrst á prenti í Tímariti Máls og menningar árið 2004, bæði í ensku frumútgáfunni sem og í íslenskum búningi Silju Aðalsteinsdóttur. Í tímaritinu fylgir Halldór Guðmundsson handritinu að Sölku Völku úr hlaði með inngangi sem birtist einnig hér að neðan. Í inngangi Halldórs kemur fram að lengi vel voru handritin tvö talin glötuð en reyndust svo vera í gögnum sem Stefán Einarssonar prófessor í Baltimore afhenti Einari, syni Halldórs Laxness.

image description

Halldór í Hollywood - Kvikmyndahandritið “Salka Valka” birt í fyrsta sinn

Halldór Laxness ætlaði sér nánast frá blautu barnsbeini að verða rithöfundur, og var sískrifandi unglingur sem kunnugt er. En hann fékk líka bíóbakteríuna snemma og er ekki orðinn tvítugur þegar hann tekur fyrstu atrennu sína að kvikmyndahandriti.

Þetta kemur fram í bréfi sem hann skrifaði í Leipzig 26. mars 1922 til Kristínar Pjetursdóttur Thurnwald, systur Helga Pjeturss, en hún bjó í Þýskalandi og var kunnug Halldóri. Þar segir: „Annars er það af mér að segja merkast að ég er að skrifa filmleik á ensku, - er það eitt af því sem á að erobrera heiminn.” (i)

Það er eins víst að hann hafi haft þennan “filmleik” með sér þegar hann hélt til Bandaríkjanna í maí þetta sama ár, en honum mistókst að sigra heiminn það sinnið, var snúið við á Ellis Island af því innflytjendaeftirlitinu leist ekki meira en svo á þennan félitla pilt.

En fimm árum síðar er Halldór – klausturdvöl og nokkrum bókum ríkari – aftur lagður af stað vestur um haf, og enn stendur hugur hans til kvikmynda. Hann dvelst að vísu fyrst í byggðum Vestur-Íslendinga, en bíómyndirnar eru byrjaðar að gerjast í huga hans, einsog fram kemur í bréfi til vinar hans Erlendar í Unuhúsi 20. júlí 1927: „Ég fann hjá mér alveg óstjórnlega köllun til að fara til Hollywood og semja 10 kvikmyndir. Ég er sannfærður um að ekkert liggur eins fyrir mér eins og kvikmyndin. Ég hef ekki auga fyrir neinu eins og því kvikmyndalega.” (ii)

Um haustið heldur Halldór af stað til Los Angeles, og hefur augastað á Hollywood. Hann fær sér umboðsmann, tekur þátt í samkvæmislífinu og kemst í kynni við fólk sem tengist kvikmyndaiðnaðinum. Hann skrifar vinstúlku sinni, Ingibjörgu Einarsdóttir, strax um haustið: „Film-lífið hér er stórkostlega interestíng og ég hef bestu vonir um að komast inn í það, óðar en ég hef tilbúið eitthvað af verkum á ensku. Lífið hér í Hollywood er alveg drepskemtilegt á kvöldin.” (iii)

Eitt var að komast inn í samkvæmislífið, annað var að skrifa eitthvað sem hentugt væri til kvikmyndunar. Þetta er Halldóri mæta vel ljóst, og í ársbyrjun 1928 skrifar hann Ingu um þessi mál: „Ég er sem stendur að vinna að tveimur stórkostlegum kvikmyndaleikritum. Annað heitir: Kári Káran or Judged By a Dog, hitt: Salka-Valka or A Woman in Pants. Alt þetta tekur tíma og fyrirhöfn að fullgera. En ef maður vinnur verk sín í anda fullkomnunarinnar, þá verður þeirra getið leingur en maður lifir.” (iv)

Þegar Peter Hallberg skrifaði sínar merku bækur um Halldór á sjötta áratugnum, hefur hann haft bæði þessi handrit undir höndum, og hann endursegir þau rækilega í Húsi skáldsins. En þau komu ekki með gögnum Hallbergs á Landsbókasafnið og hafa því ekki verið fræðimönnum aðgengileg um langt skeið. Hins vegar leyndust bæði handritin í gögnum Stefáns Einarssonar, fyrrum prófessors í Bandaríkjunum, sem þegar undir lok þriðja áratugarins tók sér fyrir hendur að setja saman bók um ævi og verk Halldórs – fyrstu ævisöguna, ef svo má segja. Stefán flutti síðar til Íslands og kom gögnum sínum í hendur sonar skáldsins, Einars Laxness, sem hefur góðfúslega látið undirrituðum þau í té.

Þetta er í fyrsta sinn sem kvikmyndahandrit Halldórs um Sölku Völku kemur fyrir sjónir íslenskra lesenda. Það er skrifað á ensku, og þarna eru augljóslega komin frumdrögin að skáldsögunni sem síðar hlaut sama nafn. Hér verður ekki farið út í samanburð þessara verka, en lesendur geta sannarlega skemmt sér við að velta því fyrir sér hverju Halldór heldur til haga og hverju hann kastar fyrir róða þegar hann tekur sér fyrir hendur – röskum tveimur árum síðar – að skrifa stóra skáldsögu um þetta efni.

Við lesturs handritsins er rétt að hafa í huga að það er skrifað á tímum þöglu myndanna, þótt þetta ár hafi mátt heyra óm talmynda framtíðarinnar í fjarska. Það er því fjarri því eins langt og kvikmyndahandrit nútímans, enda óhægt um vik þegar samtöl eru annars vegar; þeim þurfti að bregða upp á textaspjöldum og takmörkuðust því við það allra nauðsynlegasta. En það vantar ekki að jafnvel þessi ófullkomnu drög eru viðburðarík, djarfleg og dramatísk – hér er alvöruhöfundur í mótun.

Skyldi einhvern tímann í alvöru hafa staðið til að kvikmynda þetta verk? Halldór vann að því af kappi ásamt umboðsmanni sínum, Harriet Wilson, og reyndi að koma sér vel við leikstjóra og framleiðendur í kvikmyndaheiminum. Hann sagði sjálfur í bréfi til Ingu um sumarið: „Leingst hef ég komist við Metro-Goldwyn-Mayer félagið, - hef bréf frá þeim í dag, þar sem þeir skýra mér frá því, að komið hafi til mála að taka leikrit mitt fyrir með Greta Garbo, en sem stendur séu þeir að brúka hana til annars. Þetta er prívat-bréf frá supervisor M.-G.-M. Studios, - gefur hvergi afsvar en opnar ýmsa möguleika. Ég ætla að hitta hann bráðlega. O, það er spennandi, skal ég segja þér. Ef það kemst í gegnum þá er ég „made”.” (v)

Þessi bréf og mörg fleiri til vina og kunningja staðfesta að Halldóri var sannarlega ítrasta alvara með sínu kvikmyndabrölti, og þess má geta að enga leikkonu dáði skáldið unga meir en Gretu Garbo.

Tveimur dögum síðar er Halldór búinn að fá nýtt bréf frá kvikmyndafélaginu, og hefur nú heldur aukist bjartsýnin. Hann skrifar Ingu um nótt:

Þegar þessar línur eru ritaðar, er alt útlit fyrir að mitt „game” hér í Hollywood sé að bera árángur. Það er jafnvel alt útlit fyrir að ég leggi af stað til Íslands innan fárra vikna með fjórar kvikmyndamanneskjur í eftirdragi: „Karlstjörnu” (sem um leið er business manager ferðarinnar),  „kvenstjörnu”, leikstjóra og camera-man. Mér hefur sem sagt tekist að gera Hollywood interesseraða, og það eru 50.000 dollars fyrir hendi til þess að filma leikrit eftir mig. Ég á að hafa umsjón með öllu skíttinu. Ef við leggjum ekki af stað innan þriggja vikna, þá komum við ekki á þessu sumri, því úr því sem komið er fram í september er ekki hægt að reikna með nægilegu sólskini fyrir kvikmyndatöku á Ísl. Við verðum að vera komin til Íslands fyrstu dagana í ágúst, annars er alt ónýtt. Það er í ráði að fara á flugvél yfir ameríska meginlandið til New York. Þú getur skilið, að það er töluvert spennandi að vita hvort tekst að útbúa förina á næstu dögum eða ekki. Ferðin er semsagt ekki fastákveðin sem stendur, en það eru allar líkur fyrir því að hún verði farin. Ófyrirséð forföll geta auðvitað hindrað, - en þá er það bara spursmál um eitt ár, hvenær myndin verður gerð (og Íslandsferðin farin), því þetta félag hefur tilkynt mér í dag að það sé tilbúið að eyða 50.000 dollars í fyrirtækið. (vi)

Þessa júnídaga 1928 í Los Angeles komst Halldór Laxness næst því að gerast kvikmyndamógúll. En svo dregst á langinn að kvikmyndafólk verði ferðbúið því myndin sem verið var að vinna að kláraðist seinna en talið var, hið stutta íslenska sumar er liðið. MGM er ekki reiðubúið að gera samning við Halldór fyrir næsta ár, en segist munu hafa samband við hann í janúar, og með haustinu kemur annar tónn í bréf Halldórs. Hann er að sögn orðinn dauðþreyttur á Ameríku, hefur skömm á kvikmyndaiðnaðinum, langar heim að duga sinni þjóð, skrifar ritgerðir í róttækum anda, þar á meðal um list og iðnað í kvikmyndum, og snýr sér loks að því síðasta sumarið í Los Angeles að skrifa bók um íslenskan bónda á afskekktri heiði. Ósigur Halldórs í Hollywood varð sigur íslenskra bókmennta.

Samt fer ekki hjá því, þegar þessi bréfaskipti eru lesin, að maður hugsi til þess að gaman hefði verið að eiga Frum-Sölku kvikmyndaða á Íslandi sumarið 1928, með Gretu Garbo í aðalhlutverki ...

Kvikmyndahandritið er birt hér með góðfúslegu leyfi handhafa höfundarréttar, útgefandans Vöku-Helgafells og Einars Laxness, sem jafnframt lét mér í té bréfin sem Halldór skrifaði Ingibjörgu, móður hans. Magnús Guðmundsson sagnfræðingur lánaði mér afrit af bréfum Halldórs til Kristínar Pjetursdóttur Thurnwald. Hafi þau öll bestu þakkir.

Tilvísanir
(i) Halldór Kiljan Laxness: Bréf til Kristínar Pjetursdóttur Thurnwald, í gögnum Helga Pjeturss sem varðveitt eru í Skjalasafni Háskóla Íslands.
(ii) til. eftir Peter Hallberg: Hús skáldsins I, bls. 52
(iii) dags. í Los Angeles, 1. 11. 1927
(iv) 3/1 1928
(v) 20/6 1928
(vi) 22/6 1928

myndatexti
adfsafdsafsd

Drög að kvikmyndahandriti um lífið við sjávarsíðuna á Íslandi

Hér á eftir fer kvikmyndahandrit Halldórs Laxness að sögunni sem síðar varð skáldsagan Salka Valka. Athyglisvert er að skáldið gerir þrjár tillögur að titli á kvikmyndina: 1. Salka Valka 2. Kona í síðbuxum 3. Íslenska svipan.

Drög að kvikmyndahandriti um lífið við sjávarsíðuna á Íslandi

Hugmyndir að titli:
1. Salka Valka
2. Kona í síðbuxum
3. Íslenska svipan


Staðarlýsing
Það er heillandi frumstæður blær á allri sögunni. Yfirbragð harðrar lífsbaráttu og fátæktar. Óheflaðar tilfinningar. Persónurnar eru ruddalegar, einfaldar og frumstæðar. Náttúran er makalaust hrjóstrug og villt; hafið venjulega órólegt, og sálarlíf persónanna er nátengt þessari villtu náttúru. Vandlega og listilega útfærð smáatriði gefa sögunni staðbundinn svip og auka á sérkennilegan stíl hennar.

Óþrifalegt fiskiþorp undir hrikalegum fjöllum á stönd Íslands. Veiðiaðferðir eru með sama frumstæða hætti og áður en vélbátar komu til sögunnar. Á hverjum báti eru sex ræðarar og formaður. Þorskurinn setur mestan svip á bæinn.

Fyrsta kynning á söguhetju
Ung kona stígur upp á bryggju úr bát og gengur í átt til þorpsins. Hún er há og sterklega vaxin. Í svip hennar má sjá ósnortinn hreinleika, fifldirfsku, frumstæðan þokka. Hún er búin eins og sjómaður: víðar buxur, stígvélaskálmarnar ná upp fyrir hné, pípa í munni.

Saga Sölku Völku, konunnar í síðbuxum
Um fimmtán árum fyrr kom fátæk kona til þessa þorps ásamt óskilgetnu stúlkubarni sínu – allslaus manneskja í atvinnuleit. Þorpsbúar, teprulegir og þröngsýnir, litu á hana sem mellu og börnin hentu grjóti í hana og litlu dóttur hennar í hvert skipti sem þær sáust á götum úti. Eftir innilegt tilhugalíf giftist hún varmenni. Ekki voru þau fyrr gengin í hjónaband en hann fór að misþyrma henni, þrælkaði hana nótt og dag, lamdi hana við hvert tækifæri í augsýn dóttur hennar. Þegar Salka Valka reynir að komast í samband við önnur börn fara þau með hana eins og úrhrak. Henni leyfist bara að horfa á hin börnin leika sér. Hún tekur eftir því að þegar börnin leika “hjónalíf” þá lemur “eiginmaðurinn” alltaf “eiginkonuna”. Skýringin er sú að það sé venja í hjónabandi að “berja konurnar”.

Eitt kvöld ákveður Salka Valka að losna undan örlögum kvenna. Hún dregur fram gamlar síðbuxur, gerir við götin og fer í þær, stýfir sína ljósu lokka. Daginn eftir birtist hún á leikvellinum klædd eins og strákur. Það er skopast meira að henni en nokkru sinni fyrr. En hún hefur tekið ófrávíkjanlega ákvörðun fyrir lífstíð og skorar á strákana að slást við sig. Hún lúskrar á þeim, hverjum á fætur öðrum, og skilur þá eftir liggjandi á jörðinni grenjandi.

Það er bara einn strákur sem hún ræður ekki við: Arnold, sonur fátæks ekkils. Þau halda áfram að slást eins og ung dýr þangað til föt þeirra eru rifin í tætlur. Þau standa organdi af heift hvort gegn öðru. Þá gerir Arnold lokaatlögu að henni og hefur hana undir. Hann er harðhentur við hana.

 

Um kvöldið iðrast drengurinn. Hann tínir saman allt sitt fátæklega dót, þar á meðal nisti móður sinnar heitinnar með smámynd af honum sjálfum á barnsaldri, fer yfir til Sölku Völku og færir henni allar eigur sínar að gjöf. (Hér er tækifæri til að sýna vönduð tilþrif.)

Móðir Sölku Völku deyr af völdum þrældóms og illrar meðferðar og stjúpfaðirinn yfirgefur barnið.

Munaðarleysinginn Salka Valka
Eina fallega húsið í þorpinu á gamall, hörkulegur en hjartagóður fiskkaupmaður sem kemur á hverri vertíð, stundum ásamt konu sinni og ungum syni, Angantý, og dvelur á staðnum í fáeinar vikur í viðskiptaerindum. Þegar þau frétta um munaðarleysingjann ákveða þau að taka Sölku Völku til sín og ættleiða hana. Frúin kaupir fallegan kjól handa henni og lofar að fara með hana til borgarinnar og gera úr henni fína dömu. Allt í þessu húsi er Sölku Völku sem fagur draumur. Einkennilegt samtal Sölku Völku og hins fágaða sonar fiskkaupmannsins, Angantýs.

En fyrsta kvöldið í húsinu heyrir Salka Valka af tilviljun heiftarlegt rifrildi milli gömlu hjónanna sem lýkur með því að eiginmaðurinn slær konu sína með inniskó. Um nóttina, þegar húsið er í fasta svefni, grefur Salka Valka upp gömlu dulurnar sínar úr ruslakassanum, fer úr fallega kjólnum og strýkur í ljótu síðbuxunum sínum. Næsta morgun birtist hún á bryggjunni þar sem sjómennirnir landa afla sínum, við vinnu.

Þegar hún eldist ræður hún sig á báta og rær til fiskjar eins og hver annar sjómaður. Hún er svo óhemjuhugrökk og dugleg að allir formennirnir í plássinu kjósa hana helst. Eftir fáein ár eignast hún sjálf bát og bátshöfn. Hún fær fljótlega orð á sig fyrir að vera gleggsti formaðurinn í plássinu og heppnasti ofurhuginn af öllum sjómönnunum. Hún er virt eða dáð af sumum, aðrir óttast hana af því það er vitað mál að hún getur ráðið við hvaða karlmann sem er í þorpinu. Í hvert skipti sem henni er andmælt beitir hún sterkum hnefum sínum.

Arnold
Þegar Arnold vex úr grasi koma í ljós í eðli hans þjóðlegir íslenskir veikleikar fyrir hestum, skáldskap og konum. Hann reynir sig sem formaður á bát en allt gengur á afturfótunum fyrir honum og hann verður að gefast upp.

Hann á þrjá íslenska hesta og fagra svipu. Það er stolt hvers íslensks hestamanns að eiga listilega gerða íslenska svipu. Meðan aðrir vinna baki brotnu yfir sumarið ríður hann um þorpið eða sækir leynifundi með sveitalegri dóttur prestsins, les henni ljóð sín af væminni innlifun í hesthúsinu. Aðrir áheyrendur: gömul kýr, köttur og hestarnir sem örvast mjög af lestrinum þegar hann nær hápunktum sínum.

Þetta sumar dvelur frænka prestsins í húsi hans, dóttur hans til skemmtunar. Stúlkurnar eru tíðir gestir í kofa Arnolds og þremenningarnir fara saman í ferðalög. Stúlkurnar eru báðar ástfangnar af honum. Þar sem þau ríða á harðastökki eftir hlykkjóttum og óþrifalegum götum þorpsins sjá þau ungan vel búinn herramann á gangi. Hann gengur niður á bryggju þar sem fólk er að störfum. Nú er endurtekin upphafssena sögunnar. Salka Valka og hinn ókunni hittast á bryggjunni. Hún reykir pípu sína kæruleysislega. Þau mæla síðbuxur hvors annars með augunum. Þegar þau eru komin smáspöl hvort frá öðru líta þau bæði við og mæla hvort annað augum frá hvirfli til ilja. Síðan halda þau hvort sína leið án frekari samskipta. Efst á bryggjunni hittir hún Arnold og vinkonur hans tvær þar sem þau hafa numið staðar. Stúlkurnar horfa á Sölku Völku af hestbaki með samblandi af forvitni og fyrirlitningu. Þær gretta sig framan í hana þegar hún gengur framhjá þeim. Þegar hún er komin fáeina metra frá þremenningunum stansar hún, snýr sér við og horfir á þau. Arnold tekur þátt í stríðninni, hlær og hæðist að henni líka.

Henni líður nákvæmlega eins og litlu tötralegu flækingsstelpunni leið í gamla daga.

Sama kvöld
Salka Valka einsömul í kofa sínum. Sambland kvalafullra ástríðna: afbrýðisemi, reiði, örvænting. Umfram allt minnimáttarkennd. Úr gömlum kassa tínir hún upp nokkra hluti og raðar þeim þreytulega upp fyrir framan sig. Viðkvæm sorgarstund. Þetta er gamla dótið sem Arnold gaf henni þegar þau voru börn. Hún hneppir frá sér karlmannlegum klæðunum og losar af hálsi sér nistið sem hún hefur alltaf geymt falið við barminn – gamla nistið með myndinni af Arnold. Hún tekur upp hvern hlutinn af öðrum og setur þá í eldinn. Loks er nistið eitt eftir, en þegar hún er í þann mund að senda það sömu leið fer hún að gráta ofsalega. Ókunni maðurinn kemur inn. Þar eð hún man ekki eftir honum frá því fyrrum minnir hann hana á samtal sem þau áttu fyrir röskum áratug. Þetta er Angantýr.

(Fjölmörgum smáatvikum er sleppt hér.)

Næsta vetur
Arnold á næstum ekkert fóður handa hestum sínum. Og presturinn hefur sent dóttur sína til höfuðborgarinnar svo að hann hefur engan til að flytja skáldskap sinn. Arnold gengur eftir fjörunni og tínir þang og hittir Sölku Völku af tilviljun. Hún stríðir honum.

Á hverjum vetri fara sjómennirnir með veiðarfæri sín út í eyju langt frá meginlandinu þar sem þeir dvelja í nokkra mánuði við veiðar og gera að aflanum. Daginn áður en lagt er af stað fer Arnold niður í fjöru þar sem mennirnir eru önnum kafnir við undirbúning. Hann biður einn formanninn um vinnu. Svarið er að hvert sæti sé skipað. Hann fer frá einum til annars og fær sama svarið alls staðar: “Þú hefðir átt að nefna þetta fyrir nokkrum vikum.”

Loks kemur hann til Sölku Völku og biður hana um vinnu. Hún spyr hæðnislega um hesta hans og vinkonur. Loks lætur hún hann fá stöðu hálfdrættings í bát sínum. Flotinn leggur úr litlu höfninni.

Athyglisvert er að skoða sálarlíf karlmannanna sem þarna hópast á örlitlum stað fjarri siðmenningunni, þar sem engin lög ríkja nema hnefarétturinn. Salka Valka er eina konan í hópnum og miðdepill girndar þeirra. Afbrýðisemi þeirra í garð hvers annars. Hún slær hvern þann kaldan sem vogar sér að nálgast hana á ósæmilegan hátt.

Hver bátshöfn hefur sína eigin verbúð við ströndina. Sjórinn er alltaf úfinn. Það rignir eða snjóar án afláts. Stundum gefur ekki á sjó vikum saman. Afþreying sjómannanna. Hin fræga íslenska glíma. Salka Valka vinnur alla í krók nema Arnold sem hún niðurlægir opinberlega með því að lýsa yfir að hún keppi ekki við hálfdrættinga sína.

Bátshöfn Sölku Völku heldur leynifund sem Arnold er líka boðaður á. Honum er ætlað að taka þátt í samsæri um að nauðga henni þar eð sannað þykir að enginn einstaklingur í hópnum ráði við hana. Árásina á að gera þá um nóttina á ákveðnum tíma. Arnold lætur sem hann sé fús til samvinnu; tekur í höndina á öllum.

Um kvöldið gerir brjálaða stórhríð með hörkufrosti. Salka Valka háttar á sínum stað og hinir láta sem þeir geri hið sama. Á ákveðnum tíma rísa mennirnir sjö úr rekkju og ganga í röð að fleti Sölku Völku, sá sterkasti fer fyrir þeim.

Stúlkan vaknar við fyrstu snertingu, reynir ósjálfrátt að verjast en þeir hafa hana undir. Arnold hefur haldið sig til hlés en lemur nú tvo árásarmennina í hausinn. Samstundis er hann kominn í hörkuáflog við hina mennina sex.

Salka Valka hörfar frá slagsmálunum, stendur til hliðar með hendur á mjöðmum og horfir á áflogin, ströng á svip. Verbúðin leikur á reiðiskjálfi, bjálki brestur og snjórinn þyrlast inn um rifu á veggnum. Tveir mannanna liggja í gólfinu eins og dauðir. Hinir taka til fótanna.

Eftir slagsmálin gengur Salka Valka til Arnolds og þakkar honum stillilega fyrir með handabandi. Æstur og jafnvægislaus eftir bardagann lætur hann undan tilfinningum sínum sem hann hefur hingað til verið of stoltur til að játa, krýpur á kné fyrir framan hana og kyssir hönd hennar. Andartak nötrar hún af ástríðu. Þá kemur henni allt í einu í hug innilegt tilhugalíf móður sinnar. Hún hryllir sig við minninguna og ýtir Arnold frá sér með ofsa. Næstu andartökin standa þau andspænis hvort öðru eins og svarnir óvinir, líkust villtum dýrum sem hyggjast tæta hvort annað í sig. Síðan ræðst hann á hana í dýrslegri vímu. Í stutta stund berjast þau af grimmd og ofsa. Það er eitthvað munaðarfullt við þessi áflog – meðan á þeim stendur þrýstir hann ruddalegum kossum á varir hennar. Hún hleypur úr örmum hans út í óveðrið. Hann hleypur á eftir henni viti sínu fjær. Brjáluð af skelfingu æðir hún niður í fjöru þar sem hún finnur bátkænu, stekkur um borð, rær af stað og hverfur í ofsafengið öldurótið. Nótt. Óveður. Ólgusjór. (Hér nær sagan hámarki.)

Morguninn eftir óveðrið
Lítið gufuknúið flutningaskip, þakið ísingu, úti á opnu hafi. Skipstjórinn. Eigandi skipsins Angantýr, ungi fiskkaupmaðurinn. Hann er á leið umhverfis landið til að kaupa fisk hvar sem hann er að fá. Gegnum sjónauka sinn kemur skipstjórinn auga á dökkan díl sem hreyfist úti við sjóndeildarhringinn. Þeir horfa á hann og velta honum fyrir sér. Loks gefur skipstjórinn skipun um breytta stefnu. Á skeri sem flæðir yfir á háflóði birtist Salka Valka í hálfu kafi og heldur dauðahaldi í ár sem stendur upp á endann með blaktandi klæðisbút. Hún hefur misst meðvitund.

Hún rankar við sér í fögru herbergi í húsi fiskkaupmannsins þar sem hún var einu sinni sem lítil stúlka.

Endir
Angantýr biður hennar. Enn á hún val milli gömlu síðbuxnanna og stöðu drottningar.

Sögusmettur í þorpinu segja að konan í síðbuxunum ætli að giftast unga, auðuga kaupmanninum.

En um nóttina flýr Salka Valka út um sama glugga og hún strauk út um einu sinni. Hún gengur að kofa Arnolds og vekur gamlan föður hans. Hún spyr um hrossin. Gamli maðurinn segir henni að það séu ósköp að sjá hestana vegna þess að hann neyðist til að spara við þá heyið. Hún segir: “Ég kem með allt það hey sem þeir þurfa á morgun.”

Hún fer út í hesthús og gefur hestunum ótæpilega af fátæklegum birgðunum. Hún faðmar þá af ástríðu. Síðan fer hún aftur inn í kofann og hellir upp á kaffi fyrir gamla manninn. Hann er hissa á þessu og hefur orð á því að samkvæmt sögusögnum ætli hún að giftast unga fiskkaupmanninum.

Hún lætur sem hún heyri ekki til hans og er eins og heima hjá sér. Hún hefur hönd á eigum Arnolds eins og hún ætti þær sjálf. Full fagnaðar les hún barnalegan skáldskap hans sem er skrifaður stórkarlalegri rithendi og fullur af stafsetningarvillum. Hún rífur í tætlur stillt og ákveðin nokkrar myndir af stúlkum sem hún finnur í skúffum hans.

Þá kemur hún auga á fögru íslensku svipuna hans á veggnum. Hún tekur hana niður, snýr sér að gamla manninum og segir:

“Hvað ég ætla að gera? Ég ætla að vera í þessu húsi þangað til eigandi þess kemur og rekur mig út með þessari svipu.”

Hún strýkur úr tvöföldum leðurólum svipunnar og kyssir hana með allri munúð og viðkvæmni hins frumstæða manns.

(Enski textinn er settur eftir vélrituðu handriti Halldórs Laxness og aðeins leiðréttar örfáar augljósar áláttarvillur. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi textann og hafði stuðning af þýðingu Helga J. Halldórssonar á Húsi skáldsins eftir Peter Hallberg (fyrra bindi, Mál og menning 1970, bls. 55-59) þar sem sagt er frá þessu handriti.)

Some outlines of a Motion Picture from Icelandic Coast-Life

Enskur texti kvikmyndahandritsins að Sölku Völku

Author: Halldór Killian Laxness (from Reykjavík, Iceland)

Some outlines of a Motion Picture from Icelandic Coast-Life

Title suggestions:
1. Salka Valka
2. A Woman in Pants
3. The Icelandic Whip


Topography.
There is a charming roughness about the whole story. An atmosphere of hard struggle for life, and misery. Uncultivated passions. The characters are rude, naïve and primitive. Nature is phenomenally barren and wild; the sea is usually restless and the psychology of the characters is closely tied together with this wild nature. Carefully and artistically developed details give the story a local color and contribute to its bizarre style.

An untidy fishing village situated on the outskirts of wild mountains on the Icelandic coast. The fishing here follows the same primitive methods as were in use before the age of motors. Each boat has six rowers and a foreman. The codfish is the predominating feature in the picture of the town.

First presentation of the leading character.
From a boat a young woman ascends the pier and walks towards the village. She is tall and strongly built. The chief ingredients of her facial expression: rustic virginity, dare-deviltry, primitive charm. She is dressed like a fisherman: wide pants, the bootlegs reaching up over the knee, a pipe in her mouth.

Story of Salka Valka, The Woman in Pants.
About fifteen years previous a poor woman came to this village, followed by her illegitimate female child, – a down-and-out-looking person pleading for a job. The populace of the village, being prudish and narrow-minded, took her for a public woman and the kids threw stones at her and her little daughter every time they appeared in the streets. After a devoted courtship, a rascal married her. No sooner were they married than he began to treat her as a beast, putting her to hard work by night and day, beating her on every occasion in the presence of her child. When trying to get in company with other children, Salka Valka continues to be treated as an outcast. She is only allowed to look at the other children play. She notices that when the children are playing “marriage”, the “husband” always beats the “wife”. The explanation is that “the women are to be beaten.” It is the custom in marriage.

One evening Salka Valka makes up her mind to escape the fate of women. She procures an old pair of trousers, mends the rents and puts them on, cuts off her bonde curls. The next day she appears on the playground clad as a boy. She is ridiculed more than ever before. But she has taken a positive resolution for the rest of her life and challenges the boys to fight with her. She knocks them down one after another and leaves them on the ground crying.

There is only one she does not match: Arnold, the son of a poor widower. They keep on fighting like young beasts till they have torn their clothes in pieces. They stand crying with anger in front of each other. Then Arnold makes the final attack on her and overpowers her. He treats her roughly.

In the evening the boy has remorse. He takes all his cheap toys, among which is his late mother’s necklace, containing a miniature photograph of himself as a baby, goes over to Salka Valka’s place, bringing his whole property with him as a present to her. (This is material for refined display of effects.)

Salka Valka’s mother dies as the result of slavery and bad treatment and the stepfather deserts the child.

Salka Valka the Orphan.
The only beautiful house in the village is that of an old harsh-looking but kind-hearted fish merchant who comes every season, sometimes accompanied by his wife and his young son, Angantyr, and stays there for a few weeks on business. Having been informed about the orphan, they make up their minds to take Salka Valka to their house and adopt her. The lady buys her a nice dress and promises to take her to the capital and make a fine lady out of her. Everything in the house is like a beautiful dream to Salka Valka. The queer conversation between Salka Valka and the well-bred son of the fish merchant, Angantyr.

But, on her first evening in this house, she overhears by chance a violent quarrel between the old couple, finishing by the husband striking his wife with one of his slippers. The same night, when the house is asleep, Salka Valka digs her old outfit out of the lumber-box, lays off her beautiful gown and runs away in her ugly trousers. The next morning she is seen on the pier, where the fishermen are laying up their fish, working.

When she grows older, she gets a job with the fishermen, rowing out with them as their equal. Because of her extraordinary courage and energy, she is preferred by all the foremen in the place. In a few years she gets a boat for herself and a crew. She soon gets the reputation of being the keenest foreman in the place and the luckiest dare-devil of all the fishermen. She is respected or admired by some, feared by others, as she is known to be able to knock down every fellow in the place. Every time she is contradicted, she makes use of her strong fists.

Arnold.
When Arnold grows up, he displays in a high degree the national Icelandic weakness for horses, poetry and women. Trying his luck as a foreman, everything goes wrong for him and he has to give it up.

He has three Icelandic ponies and a beautiful whip. To possess an Icelandic whip of artistic make is a matter of pride to every Icelandic horseman. When other people are busy at work in the summertime, he is galloping through the village or having clandestine appointments with the provincial looking daughter of the clergyman, reciting pathetically his poetry for her in the stable. Other listeners: an old cow, a cat and the ponies, which get excited by the recitation at the culminating points.

This summer the clergyman’s niece is staying with her uncle, keeping his daughter company. The girls are frequent guests at Arnold’s hut, and these three make excursions in company. The girls are both in love with him. Galloping through the crooked and untidy streets of the village, they catch sight of a young prosperous-looking gentleman walking on the street. He walks down to the pier where the folks are working. Now the scene is repeated from the opening of the story. Salka Valka and the unknown meet on the pier. She is carelessly smoking her pipe. They measure each other’s trousers with their eyes. Having passed each other, they both turn and measure each other from top to toe. Then both follow their own course again without any further intercourse. At the end of the pier she meets Arnold, and his two girl friends, where they are stopping. The two girls look at Salka Valka from horseback, with a mixture of curiosity and contempt. They make grimaces at her as she passes by. When she is a few yards from the triple, she stops, turns, and looks at them. Arnold takes part in the mockery, laughing and sneering at her too.

She has the same feelings as the little ragged stray girl used to have long ago.

The same evening.
Salka Valka alone in her hut. A mixture of torturing passions: jealousy, anger, despair. Above all, her feeling of inferiority. From an old case, she takes out some objects, which she languidly places in front of her. Chagrin tendre. The objects are the old toys given to her by Arnold when they were children. She unbuttons her masculine dress and unfastens from her neck a necklace she has always kept hidden on her bosom – the old necklace with Arnold’s picture. She picks up one of the objects after another and puts them on the fire. Finally the necklace alone is left, but when she is on the point of throwing it the same way, she starts weeping convulsively. The unknown gentleman enters. As she does not remember him from earlier time, he reminds her of a conversation they had, over ten years ago. He is Angantyr.

(Quite a number of secondary incidents are left out here.)

Following winter.
Arnold has almost nothing to feed his horses on. And the clergyman has sent his daughter away to the capital, so he has nobody to read his poetry to. Arnold goes along the seashore collecting seaweed and happens to meet Salka Valka, who teases him.

Every winter the fishermen go with their outfits to an isle far away from the mainland, where they stay for a couple of months and lay up their fish. The last day before leaving, Arnold goes to the shore, where the men are busy getting things in order. He asks one of the foremen for a job. The reply is that every seat is occupied. He goes from one to another and gets the same reply everywhere: “If you had only mentioned it some weeks before.”

Finally he comes to Salka Valka and asks her to give him a job. She asks him sarcastically about his horses and his girls. At last she permits him to take a greenhorn’s place in her boat. The fleet goes out of the small harbor.

The interesting psychology of these males piled up in a small spot far away from civilization, where no law rules except that of the strongest fist. Salka Valka the only woman among them and the subject of all their cupidity. Their jealousy against each other. She knocks every one to the ground who ventures to approach her in an unseemly way.

Every crew has a separate shanty at the seaside. The sea is always rough. It rains or snows constantly. Weeks go without anybody daring to row out. The fishermen’s pastime. The famous Icelandic glima. In “krok” Salka Valka beats everybody except Arnold, whom she publicly humiliates by declaring that she does not want to play games with her greenhorns.

The crew of Salka Valka’s boat has a secret meeting, to which Arnold is invited. He is expected to take part in a conspiracy with the aim to rape her, as it has been proved that there is no single individual able to match her. The riot is planned for the coming night at a fixed hour. Arnold pretends to be eager to join them; gives a handshake to everybody.

This is a night of violent blizzard and hard frost. Salka Valka goes to sleep in her usual place and all the others pretend to do the same. At the appointed hour the seven men arise and in a line they approach Salka Valka’s berth, the strongest ahead of them.

The girl awakes at the first touch, tries instinctively to defend herself, but they overpower her. Then Arnold, who until now has kept aside, knocks two of her assailers in the head. In a moment he is in a desperate fight with the six other men.

Salka Valka retires from the fighting crowd and stands aside, arms akimbo, watching the fight with a stern expression. The shanty trembles, a beam breaks and through a rift in the wall pierces the snow. Two of the men lie on the floor like dead bodies. The rest take to flight.

After the battle Salka Valka goes to Arnold and calmly shakes his hand. Excited and out of control after the fight, he yields to his feelings which he hitherto has been too proud to express and, kneeling in front of her, kisses her hand. For a moment she is quivering with passion. Then suddenly her stepfather’s devoted courtship to her mother comes to her mind. Horrified by this memory, Salka Valka pushes Arnold violently away from her. For the following moments they stand suddenly in front of each other as two enemies, resembling two wild beasts on the point of tearing each other to pieces. Then he assails her in a kind of bestial rapture. For a moment they fight brutally and violently. There is something voluptuous about this fight – during the fight he presses brutal kisses on her lips. She runs out of his arms into the blizzard. He runs senselessly after her. Wild with terror she runs to the shore, where she finds a small boat, jumps into it, rows out, and dissappears in the furious breakers. Night. Blizzard. The sea in fury. (Here the story culminates.)

The morning after the blizzard.
A small freight steamer, covered with ice, in open sea. The captain. The ship’s owner Angantyr, the young fish merchant. He is on a trip around the coast buying fish everywhere. Through his binoculars, the captain catches sight of some dark, moving spot in the horizon. They look at it, conferring about it. Finally the captain gives orders to change the course. On a rock, the top of which is just hidden under the surface at high-water, Salka Valka is seen half in water, clinging to a vertically upstanding oar on the end of which sways a piece of cloth. She has lost consciousness.

She wakes up from her oblivion in a beautiful room in the fish merchant’s house, where she had been once before as a girl.

The end.
Angantyr makes proposal to marry her. Again she has the choice between her old pants and the position of a queen.

The gossip in the village tells that the woman in pants is going to marry the young, rich merchant.

In the night, however, Salka Valka escapes out of the same window she has fled once before. She walks to Arnold’s hut and wakes up Arnold’s old father. She asks about his horses. The old man tells her that they look miserable, because he must economize on the hay. She remarks: “I will bring all the hay they can eat tomorrow.”

She goes into the stable and feeds the horses abundantly from the scanty supply. She caresses them passionately. Then she enters the hut again and makes coffee for the old man. Surprised by all this, he remarks that they all say that she is going to marry the young fish merchant.

She acts as if she did not hear him, and makes herself at home here. She fingers with Arnold’s things as if they were her own. Rejoicing, she reads his puerile poetry, which is written in grotesque handwriting and full of orthographic faults. She tears calmly and resolutely to pieces some photographs of girls she happens to find in his drawers.

Then she catches sight of his beautiful Icelandic whip on the wall. She takes it down, then she turns to the old man and says:

“What I am going to do? I am going to stay in this house until the owner comes and chases me out with this whip.”

She folds out before her the double leather straps of the whip, kissing it with all the voluptuousness and pathos of the primitive.