Af íslensku menníngarástandi

Halldór Laxness var alla tíð ófeiminn við að segja skoðanir sínar á eigin þjóð. Árið 1925 skrifaði hann grein sem nefnist „Af íslensku menníngarástandi“ og var síðar prentuð í bókinni Af menníngarástandi. Þar sagði hann meðal annars: „Íslendíngurinn er að náttúrufari seinn að hugsa, og það kostar hann erfiðismuni að segja, þótt ekki sé nema ómerkilega athugasemd um daginn og veginn.“ Og enn fremur: „Afar okkar lifðu við vos, basl og veðurhörku, á beinastrjúgi, kálystíngi og grásleppuhrognaosti, og sultu á launguföstu. Þeir sváfu á torfbálkum undir torfþökum, vafðir innaní brekánsdulu, og þegar þeir vöknuðu á mornana til að strjúka af sér lúsina, þá stíga þeir á slík gólf, berum fótunum, að sonarsonum þeirra, kontóristunum á malbikinu í Reykjavík, mundi jafnvel þykja betra að ræða ekki um.“
 

Lesa meira
image description

Raflýsíng sveitanna

Í bókinni Af menníngarástandi eru prentaðar greinar Halldórs Laxness frá því á þriðja áratugnum. Ein þeirra ber heitið „Raflýsíng sveitanna". Þá þegar er hann farinn að taka upp hanskann fyrir alþýðu manna, enda segir hann þar að númer eitt sé að berjast fyrir bættum lífskjörum fátæks fólks.

Lesa meira
image description

Um þrifnað

Í lok ágúst árið 1929 skrifaði Halldór Laxness kafla í Alþýðubókina sem nefnist „Um þrifnað“ en þá var hann staddur í Los Angeles. Þar fer hann mörgum orðum um óþrifnað þjóðar sinnar á ýmsum sviðum.

„Þótt alkunnugt sé að íslendíngar eru náttúraðir fyrir óþverraskap, spillir ekki að ámálga þessa heimsfrægð vora einu sinni enn. Verður þá fyrst að minnast á þá ósvinnu sem lýsir sér í leti þeirra að hirða líkama sinn.“

Lesa meira
image description

Sovétríkin

Halldór Laxness snerist til sósíalisma í lok þriðja áratugarins. Árið 1933 sendi hann frá sér bókina Í austurvegi þar sem hann lýsti ferð sinni til fyrirheitna landsins, Sovétríkjanna. Þar segir meðal annars: „Í einu vetfángi var ég kominn úr atvinnuleysisjarmi og landbúnaðarkreppu auðvaldslandanna yfir í vélagný hinnar samvirku uppbyggíngar, og fyrsta hljóðið sem ég heyrði í þessu nýa landi var skark í dráttarvél, þessari vél sem í vitund heimsins hefur staðið sem tákn hins „vaknandi Rússlands“ á síðustu árum.“

Lesa meira
image description

Landbúnaðarmál

Íslenskur landbúnaður var Halldóri Laxness löngum hugleikinn. Hann skrifaði um íslenska kotbóndann ýmis skáldverk en fjallaði ekki síður um hlutskipti hans í ritgerðum. Árið 1942 ritaði hann grein sem nefnist „Landbúnaðarmál“ og prentuð var í Vettvángi dagsins. Á þessum tíma boðaði Halldór sigur sósíalismans þar sem samyrkjubú voru takmarkið í landbúnaði.

Lesa meira
image description

Mannlíf á spjaldskrá

„Eina stofnun gætum við íslendíngar rekið með meiri árángri en flestar aðra þjóðir, til að efla þekkíngu vora á sjálfum okkur í fortíð og nútíð, en það er mannfræðistofnun, „skrifstofa“ sem hefði með höndum skrásetníngu allra íslendínga sem heimildir eru um, dauðra og lifandi.“ Þetta ritaði Halldór Laxness í grein árið 1943 sem nefnist „Mannlíf á spjaldskrá“ og síðar var prentuð í Sjálfsögðum hlutum.

Lesa meira
image description

Ósiðaður maður og hirðulaust fólk

Þegar hillir undir að Íslendingar öðlist sjálfstæði undan dönsku krúnunni skrifar Halldór Laxness grein er nefnist „Gagnrýni og menníng“, og prentuð var síðar í Sjálfsögðum hlutum. Þar segir hann að þjóðin sé að rísa úr ösku eftir aldalanga erlenda kúgun.

Lesa meira
image description

Fylliraftarnir

Fátt fór meira í taugarnar á Halldóri Laxness en drukkið fólk og þreyttist hann ekki að vekja athygli á því vandamáli Íslendinga að geta ekki umgengist áfengi eins og aðrar þjóðir. Árið 1945 ritaði hann grein sem nefnist „Fylliraftarnir“ og síðar var prentuð í Sjálfsögðum hlutum.

Lesa meira
image description

Til varnar útigangshrossum

Halldór ritaði stutta grein til varnar útigangshrossum sem síðar var prentuð í Reisubókarkorni árið 1950. Þar lýsir hann meðferð Íslendinga á útigangshrossum sem bletti á þjóðlífinu:

„Útigángshrossin eru meira en leifar gamallar vanmenníngar einsog lús, þau eru bókstaflega skömm á íslensku þjóðlífi.“

Lesa meira
image description

Stórþjóðir og smáþjóðir

Við heyrum iðulega talað um smáar þjóðir og stórar, um smáþjóðir og stórþjóðir. Það er siður að virða stórþjóðir mikils í ræðu og riti, rétt einsog það liggi í hlutarins eðli að stórþjóð beri einhver sérstök virðíng, en um smáþjóð er jafnan rætt af nokkurri vorkunn, einsog það væri hálfömurlegt hlutskifti að teljast til þesskonar safnaðar. Hitt er sjaldgæfara, að heyra menn skilgreina hvað þeir eigi við þegar þeir gera uppá milli smáþjóðar og stórþjóðar, eða skýra hvað því valdi að ein þjóð er kölluð smá, önnur stór.

Lesa meira
image description

Ræða til flutníngs á fullveldisdaginn 1. desember 1955

Ræða til flutníngs á fullveldisdaginn 1. desember 1955.  (Bandupptaka)

Á fullveldisdaginn, sem jafnan hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1918, sérstaklega af æskumönnum undir forustu háskólastúdenta, er eðlilegt að á hugann leiti nokkrar spurníngar um tilverurök þessarar norrænu eyþjóðar, sem lærðir útlendíngar telja að búi á ystum takmörkum þess að lifað verði siðmenníngarlífi.  Þessi minníngardagur stúdenta um fullveldi Íslands er haldinn að upphafi hávetrar, á árstíma sem þessi hluti jarðhvelsins fer að nálgast mestan skugga.  Það útheimtist meira siðferðisþrek til að svara spurníngum um tilverurök á degi með hörðum vindum og þúngu skýafari, og næstumþví aungri dagsbirtu, heldur en á blíðum vordegi þegar alt leikur í lyndi.

Lesa meira
image description

Ræða 1. desember 1935

Ræða 1. desember 1935 haldin á fullveldisafmælinu og útvarpað frá svölum Alþíngishússins. Birtist í Dagleið á fjöllum, 1937.

Íslendíngar: Enn einu sinni er runninn sá dagur sem gefur oss öllum tækifæri til að minnast dýrmætustu hugsjóna íslensks fólks, þeirra hugsjóna sem ekki aðeins á síðastliðnum öldum, heldur alt frá upphafi Íslandsbygðar hafa verið djúprættastar í þjóðerninu, máttarstólpi þess og tilverurök: hugsjón frelsisins, hugsjón sjálfstæðisins. Í dag komum við öll saman einum huga sem sjálfstæðismenn, ýmist sem hermenn eða kyrlátir aðdáendur þess frelsis sem er hið æðsta takmark fólksins, kvikan í íslensku þjóðerni.

Lesa meira
image description

Hernaðurinn gegn landinu

Á gamlársdag árið 1970 birti Morgunblaðið grein eftir Halldór Laxness, sem hann nefndi „Hernaðinn gegn landinu". Tilefni greinarskrifanna voru hugmyndir á þeim tíma um framkvæmdir í Laxá og Norðlingaöldulón í Þjórsárverum. Greinin birtist síðar í bók höfundar Yfirskygðir staðir, sem kom út hjá Helgafelli árið 1971 og er sú útgáfa greinarinnar birt hér.

Lesa meira
image description