Af íslensku menníngarástandi
Halldór Laxness var alla tíð ófeiminn við að segja skoðanir sínar á eigin þjóð. Árið 1925 skrifaði hann grein sem nefnist „Af íslensku menníngarástandi“ og var síðar prentuð í bókinni Af menníngarástandi. Þar sagði hann meðal annars: „Íslendíngurinn er að náttúrufari seinn að hugsa, og það kostar hann erfiðismuni að segja, þótt ekki sé nema ómerkilega athugasemd um daginn og veginn.“ Og enn fremur: „Afar okkar lifðu við vos, basl og veðurhörku, á beinastrjúgi, kálystíngi og grásleppuhrognaosti, og sultu á launguföstu. Þeir sváfu á torfbálkum undir torfþökum, vafðir innaní brekánsdulu, og þegar þeir vöknuðu á mornana til að strjúka af sér lúsina, þá stíga þeir á slík gólf, berum fótunum, að sonarsonum þeirra, kontóristunum á malbikinu í Reykjavík, mundi jafnvel þykja betra að ræða ekki um.“