Fagra veröld

Halldór Laxness og Tómas Guðmundsson voru saman í þeim bekk Menntaskólans í Reykjavík er síðar var sagt að í hefðu verið sextán skáld.

Halldór ritaði árið 1933 ritdóm um frægustu ljóðabók Tómasar, Fögru veröld, sem síðar var prentaður í Dagleið á fjöllum. Í niðurlagi umsagnarinnar segir

Lesa meira
image description

Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir

Halldór Laxness ritaði athyglisverðan formála að Passíusálmum Hallgríms Péturssonar sem prentaður er í Vettvángi dagsins og út kom árið 1942.

Í formálanum segir hann meðal annars:

„Öll einstaklíngsstórvirki eiga sér lángan aðdraganda í menníngunni. Sérhvert tímabil leitar sem fullkomnastrar tjáningar á anda sínum, hugsun og tilfinníngu, uns það hefur fundið hana. Í Passíusálmum Hallgríms hefur 17. öldin tjáð insta eðli sitt á fullkomnastan hátt í skáldskap. Það er meira að segja vafasamt hvort Jesús-sögnin hefur nokkurstaðar verið betur tjáð í löndum hinnar þýsku endurlausnar en hjá Hallgrími Péturssyni. ...

Lesa meira
image description

Reginfjöll á haustnóttum

Halldór Laxness skrifaði árið 1978 formála að bók eftir íslenskan afdalabónda sem nefnist Reginfjöll á haustnóttum og aðrar frásögur eftir Kjartan Júlíusson á Skáldstöðum efri.

Í bók Kjartans Júlíussonar er að finna frásagnir hans af „skemtigaungum [hans] um reginfjöll á síðhausti“ en einnig sögur af „mönnum sem lenda í skrýtilegum lífsháska, tam vegna príls í klettum ellegar þeir eru eltir uppi af mannýgum nautum … Einnegin … skrýtlur um svipi og ýmiskonar spaugelsi sem sveitamanni er títt að hafa uppi til að kollvarpa fyrir okkur vísindum heimsins og umturna náttúrufræðinni“

Lesa meira
image description

Kirkjan á fjallinu

Halldór Laxness skrifaði árið 1931 grein sem nefnist „Kirkjan á fjallinu" og fjallar um það sem hann kallar „höfuðrit Gunnars Gunnarssonar".

Greinin birtist síðar í ritgerðasafninu Dagleið á fjöllum árið 1937. Gunnar stóð um þessar mundir á hátindi ferils síns í Danmörku sem einn vinsælasti höfundur landsins og var frægð hans þá raunar mikil víða um heim. Halldór þýddi síðar Kirkjuna á fjallinu úr dönsku og kom hún út á árunum 1941-43. Þess má geta að Gunnar þýddi Sölku Völku á dönsku árið 1934 og ruddi Halldóri þannig braut á erlendan bókamarkað. Í greininni segir hann meðal annars:

Lesa meira
image description

Jóhann Jónsson

Halldór Laxness ritaði formála að kvæðum og ritgerðum vinar síns, Jóhanns Jónssonar skálds, árið 1953 sem síðar var prentaður í safninu Dagur í senn.

Lesa meira
image description

Jónas Hallgrímsson

Nú eru bráðum liðin hundrað ár síðan þessi útigángsmaður var á stjáki um flórhellurnar í Kaupinhöfn stúrinn og þrjóskulegur, einsog títt er um flibbalausa menn á biluðum skóm.

Lesa meira
image description