Greinar um Halldór Laxness
Mikið hefur verið skrifað um Halldór Kiljan Laxness, bæði hérlendis sem og erlendis. Hér eru birtar nokkrar greinar sem hafa birst um skáldið síðustu árin.
Mikið hefur verið skrifað um Halldór Kiljan Laxness, bæði hérlendis sem og erlendis. Hér eru birtar nokkrar greinar sem hafa birst um skáldið síðustu árin.
Matthías Johannessen átti fjölmörg samtöl við Halldór Laxness sem urðu grundvöllur að bók Matthíasar: Skeggræður gegnum tíðina. Morgunblaðið birti Skeggræðurnar í heild þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu nóbelskáldsins.
Lesa meira(ATH. Vantar höfund. Virðist hafa birst fyrst í mbl. 98'. - Slj.)
Verk Halldórs Laxness hafa um áratuga skeið notið mikilla vinsælda í Þýskalandi. Á undanförnum árum hefur verið gert átak í því að koma verkum hans þar út í nýjum eða endurskoðuðum þýðingum en eldri þýðingar voru stundum lagaðar að pólitískum rétttrúnaði hvers tíma. Prófessor Hubert Seelow hefur þýtt bækurnar að nýju eða yfirfarið eldri þýðingar. Íslandsklukkan hefur komið þar út í fjórum útgáfum á skömmum tíma, svo dæmi sé tekið. Fyrst kom hún út innbundin á almennum markaði, þá í tveimur af virtustu og stærstu bókaklúbbum þar í landi og loks kom hún út í kilju hjá einu helsta kiljuforlagi landsins.
Lesa meiraEftir Þröst Helgason (ATH. Finna hvar greinin birtist fyrst? - Slj.)
Hvernig verður listaverk til? Mest öll hugsun manna um listir hefur snúist um þessa spurningu á einn eða annan hátt. Og ýmsar kenningar hafa orðið til. Sú frægasta en jafnframt óljósasta um innblásturinn en sú jarðbundnasta um að þetta væri endalaust strit og yfirlega. Í megindráttum höfum við því haft tvær myndir af listamanninum; snillinginn sem hefur af lítilli áreynslu skapað ódauðleg verk úr hugardjúpum sínum og vinnuþjarkinn sem hefur hins vegar mátt sitja við lon og don. Þessar tvær myndir hafa verið misáberandi eftir tímabilum og stundum hafa þær runnið saman í eitt.
Lesa meiraHallberg Hallmundsson tók saman, þýddi og stytti kaflann um Brad Leithauser.
Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness kom út í janúar 1997 hjá Vintage-bókaforlaginu í Bandaríkjunum sem er hluti af Random House útgáfusamsteypunni. Bókin var gefin út vestra af sömu samsteypu árið 1946 og seldist þá í hálfri milljón eintaka á um það bil hálfum mánuði. Engin bók Halldórs Laxness hefur frá þeim tíma komið út hjá stóru bókaforlagi í Bandaríkjunum. Vintage forlagið sérhæfir sig í útgáfu á vönduðum bókum í mjúku bandi.
Lesa meiraBjörn G. Björnsson tók saman.
Ég man enn hvern kipp hjarta mitt tók snemma árs 1972 er Jón Þórarinsson kallaði mig inn á skrifstofu sína og tjáði mér að sjónvarpið í Hamborg hefði ákveðið að kvikmynda skáldsögu Halldórs Laxness, Brekkukotsannál, þá um sumarið, í samvinnu við allar sjónvarpsstöðvarnar á Norðurlöndum.
Lesa meiraEftir Arnald Indriðason.
Halldór Laxness hafði lag á að vera þar sem hlutirnir voru að gerast og þegar hann ungur vildi skrifa kvikmyndahandrit og kynnast kvikmyndagerð lá leiðin til Hollywood. Þá stóð yfir mikið blómaskeið í kvikmyndaborginni. Þöglu myndirnar höfðu runnið sitt skeið og talmyndirnar voru að taka yfir og framundan var það sem síðan hefur verið kallað Gullöld Hollywood.
Lesa meiraEftir Jóhann Hjálmarsson.
Í maí 1927 tók Halldór Laxness sér far með skipinu S.S. Montclare frá Glasgow til Montreal. Um borð orti hann ljóð samnefnt skipinu. Annað ljóð, Atlantshafið, er úr sama ferðalagi og Ontaríó er ort í sömu ferð, reyndar ekki á skipsfjöl heldur í járnbrautarvagni C.P.R.-félagsins.
Lesa meiraÚr fórum Péturs Péturssonar þular.
Halldór Laxness mun hafa orðið til þess fyrstur íslenskra rithöfunda að róma útvarp og áhrif þess í ritsmíðum og ljóðum. Löngu fyrir daga íslensks útvarps vakti Halldór athygli alþýðu á yfirburðum nýrrar tækni sem væri að ryðja sér til rúms, m.a. í grein í Verði, vikublaði Kristjáns Albertssonar.
Lesa meiraEftir Einar Má Guðmundsson.
Þessi grein birtist upphaflega í Skírni: tímariti hins íslenska bókmenntafélags vorið 2007.
Halldór Laxness
Í Gljúfrasteini býr hann
ljúfastur manna
öðlingurinn mikli
sei sei jú
mikil ósköp
Eftir Kristján Albertsson.
Kristján Albertsson (9.7. 1897 - 31.1. 1989) skrifaði fjölda bóka og sá um útgáfu á talsverðu af bókum. Hann var ritstjóri Varðar 1924-27, leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur um skeið og formaður Leikfélagsins, einn af ritstjórum menningartímaritsins Vöku, var lektor í íslensku við Berlínarháskóla og var lengi utanríkisþjónustu Íslands. Hann skrifaði talsvert um verk Halldórs Laxness og þar á meðal þann dóm sem frægastur hefur orðið og hófst með orðunum Loksins, loksins.
Lesa meira