Bréf Halldórs
Bréfasafn Halldórs Laxness er mikið að vöxtum og er stór hluti þess varðveittur í Þjóðarbókhlöðunni. Í sendibréfum ræðir hann opinskátt um verk sem hann vinnur að, er persónulegri en í öðrum skrifum sínum og veita bréfin þannig einstaka innsýn í það sem leitaði á huga Halldórs á hverjum tíma.
Myndin sýnir bréf Halldórs til móður sinnar frá Reykjavík árið 1919.