Bréf Halldórs

Bréfasafn Halldórs Laxness er mikið að vöxtum og er stór hluti þess varðveittur í Þjóðarbókhlöðunni. Í sendibréfum ræðir hann opinskátt um verk sem hann vinnur að, er persónulegri en í öðrum skrifum sínum og veita bréfin þannig einstaka innsýn í það sem leitaði á huga Halldórs á hverjum tíma.

Myndin sýnir bréf Halldórs til móður sinnar frá Reykjavík árið 1919.


 

Róm verkar svona á mig

Um áratuga skeið var Róm uppáhaldsáfangastaður Halldórs Laxness, eins og sjá má af þeim fjölda bréfa sem hann sendi þaðan. Halldór Laxness ferðaðist vítt og breitt um heiminn þar sem hann dvaldi langdvölum við skriftir.

Lesa meira
image description

Hundrað ár á hestbaki

Á gamlársdag árið 1937 sendir Halldór Laxness Jóni Helgasyni prófessor í Kaupmannahöfn bréf frá Tíflis í Sovétríkjunum þar sem hann lýsir „níræðum dólgi" er varð á leið hans skömmu áður.

Lesa meira
image description

Sigurvagnar Drottins

Hinn 28. apríl árið 1931 ritaði Halldór Laxness fyrri konu sinni, Ingibjörgu Einarsdóttur, bréf frá Leipzig í Þýskalandi þar sem hann vann að síðari hluta Sölku Völku og er mikið niðri fyrir.

Lesa meira
image description

Óartikúleraðir undirvitundarþánkar heillar kynslóðar

Hinn 28. nóvember árið 1925 skrifaði Halldór Laxness Erlendi Guðmundssyni í Unuhúsi bréf úr klaustrinu í Clervaux um Vefarann mikla frá Kasmír sem hann var þá að leggja lokahönd á.


 

Lesa meira
image description

Langar að skrifa massífa og kólossala íslensku

Halldór Laxness skrifaði vini sínum Einari Ól. Sveinssyni bréf hinn 17. apríl árið 1923 er Halldór dvaldi í klaustri í Lúxemborg.

Lesa meira
image description

Þegar Halldór sá föður sinn í síðasta sinn

Hinn 10. október árið 1919 sendi Halldór Laxness móður sinni, Sigríði Halldórsdóttur, bréf frá Kaupmannahöfn þar sem hann vék að föður sínum sem lést 19. júní það ár.

Lesa meira
image description