Halldór Laxness fæddist 23. apríl 1902 í Reykjavík.
Hann gaf út sína fyrstu skáldsögu árið 1919 og þar með var hafinn glæstur rithöfundarferill er stóð næstu áratugi. Halldór dvaldist langdvölum erlendis, en átti fast heimili að Gljúfrasteini í Mosfellssveit frá 1945.
Halldór Laxness fékk Bókmenntaverðlaun Nóbels 1955, en hlaut margar aðrar viðurkenningar og verðlaun. Eftir hann liggur mikill fjöldi skáldverka og rita af ýmsu tagi auk þýðinga.
Halldór Kiljan Laxness lést 8. febrúar 1998.