World Light - World Song

08/06 2010

A symposium on Iceland's greatest martyr, a gifted Swan princess and the medical doctor who composed the most beautiful songs, organized by the University of Manitoba in collaboration with the University Centre of the Westfjords.

Dagana 20-22 júní verður þriggja daga dagskrá helguð náttúrunni, skáldskap og tónlist, í boði Háskólans í Manitoba í Kanada í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða:

Bókmenntaþing: Samdrykkja skálda, rithöfunda og fræðimanna um samband náttúru, samfélags og skáldskapar. Meðal fyrirlesara eru Dr. Gauti Kristmannsson, dósent við Háskóla Íslands, framhaldsnemar við íslenskudeild Manitóbaháskóla, Guðfinna Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur og Halldór Guðmundsson, rithöfundur, fræðimaður og fyrrverandi útgefandi.

Tónleikar með Eyjólfi Eyjólfssyni, tenór og Ingunni Sturludóttur, mezzosópran, í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Gönguferð með leiðsögn úr Álftafirði í Önundarfjörð um Álftafjarðarheiði.

Sigling í Vigur og um Inn-Djúpið. Í Vigur verður farið í göngu um eyjuna með leiðsögn, boðið verður upp á hádegisverð auk þess sem Peter John Buchan tenór syngur nokkur lög.

Athugið að dagskráin er á ensku.

Nánari upplýsingar: www.uwestfjords.is