Vordagskrá á Gljúfrasteini 2024

17/04 2024

Nú vorar í Mosfellsdal og af því tilefni verður blásið til fjölbreyttrar vordagskrár á Gljúfrasteini. Viðburðir verða haldnir á safninu alla laugardaga frá 20. apríl til 25. maí. Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmennta- og menningarfræði ríður á vaðið næstkomandi laugardag. Hann ætlar að segja frá rannsókn sinni á Rauðum pennum og þeirri ofgnótt þýðinga á heimsbókmenntum sem komu út á Íslandi í tengslum við hreyfinguna. 

Hver viðburður verður auglýstur sérstaklega þegar nær dregur, en þeir munu standa í um það bil klukkustund. Hér má sjá vordagskrána í heild: 

 

20. apríl, kl. 14 Snerting af skapandi anda og nýjum lífsskoðunum. Benedikt Hjartarson fjallar um Rauðar heimsbókmenntir á Íslandi 1919-1943. 

27. apríl, kl. 14 ,,Nú vil ég bara láta bjóða mér”: Þóra Vigfúsdóttir og ósýnileg vinna kvenna í tengslum við móttöku erlendra gesta í kalda stríðinu. Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.  

4. maí, kl. 14 Ásur þrjár og Ingur tvær: Vinahópur Erlendar í Unuhúsi. Jón Karl Helgason og Sunneva Kristín Sigurðardóttir.  

11. maí, kl. 14  Listaverkaleiðsögn. Ólafur Ingi Jónsson forvörður á Listasafni Íslands. 

18. maí, kl. 14 En þeim á ég flest að þakka. Sunneva Kristín Sigurðardóttir og Guðný Dóra Gestsdóttir bjóða upp á leiðsögn um húsið með áherslu á gestgjafana tvo: Erlend í Unuhúsi og Auði Laxness.  

25. maí, kl. 14  Myndarheimili. Birta Fróðadóttir er starf­andi arki­tekt og lektor við arki­tekt­úr­deild LHÍ og mun í leiðsögninni beina sjón­um að til­urð húss­ins, hönn­un þess og því sér­stæða safni hönn­un­ar­hús­gagna og lista­verka sem menn­ing­ar­heim­ilið Gljúfra­steinn býr yfir.  

31. maí, kl. 20  Plöturnar í Unuhúsi. Hlustunarpartí þar sem spilaðar verða plötur úr plötusafni Erlendar í Unuhúsi. Viðburðurinn fer fram í Mengi, Óðinsgötu 2. 

 

Frítt er á alla viðburðina. Verið velkomin á Gljúfrastein.