Vorboðar á Gljúfrasteini

16/05 2019

Christer Kullberg

Hej Gljufrasteinn!
Þannig byrjar leiðsögumaðurinn, Christer Kullberg bréfin sem hann sendir til starfsfólks Gljúfrasteins á hverju ári.  
Í þeim boðar hann komu sína hingað í maí og með í för er eftirlaunafólk frá Svíþjóð, afar lukkulegir hópar með frelsið sem getur fylgt því að hætta að vinna.  
Meðan hópurinn skoðar safnið þiggur Christer kaffi á litlu kaffistofu starfsfólksins á Gljúfrasteini.  Í dag voru 37 með honum í för en Christer hefur fylgt hópum hingað á Gljúfrastein í 14 ár eða frá árinu 2005.  

Hópurinn frá Svíþjóð er einn fjölmargra hópa sem koma á Gljúfrastein á vorin því auk erlendra ferðamanna sem koma og skoða safnið í skipulögðum hópferðum er þetta tími vorferða í skólum, á vinnustöðum og hjá ýmsum félagasamtökum. Það er því líf og fjör á Gljúfrasteini þessa dagana.