Þann 23. apríl 2010 var stofnað Vinafélag Gljúfrasteins. Tilgangur félagsins er að veita Gljúfrasteini stuðning og aðstoð og að efla vitund um arf Halldórs Laxness og mikilvægi hans.
Vinafélag Gljúfrasteins er áhugamannafélag og er öllum opið. Félagar fá ýmis fríðindi á safninu. Vinir Gljúfrasteins hafa frían aðgang fyrir tvo að safninu hvenær sem er og eins oft og þeir vilja. Einnig fá þeir tvo miða á tónleika að eigin vali á safninu. Þeir fá einnig 30 prósent afslátt af öllum bókum sem seldar eru á Gljúfrasteini. Að lokum fá vinir Gljúfrasteins frían aðgang að ýmsum viðburðum, svo sem tónleikum, fyrirlestrum, og ráðstefnum sem skipulagðar verða fyrir Vinafélagið.
Við hvetjum alla til að gerast vinir Gljúfrasteins - húss skáldsins. Félagar í Vinafélaginu greiða 4.000 krónur í árgjald.
Í stjórn Vinafélags Gljúfrasteins sitja Jón Sigurðsson, Guðrún Pétursdóttir, Sigrún Valbergsdóttir, Birgir D. Sveinsson og Haukur Ingvarsson.
Til þess gerast vinur Gljúfrasteins, sendið tölvupóst á gljufrasteinn [hjá] gljufrasteinn.is ásamt nafni, kennitölu, heimilisfangi og símanúmeri.