Víðsjá fjallar um rithöfundasöfn

01/11 2013

Í vikunni hefur Marta Guðrún Jóhannesdóttir flutt fjóra pistla í Víðsjá á Rás 1 um fyrirlestra sem fluttir voru á ráðstefnu norrænna tónskálda- og rithöfundasafna sem haldin var hér á landi í haust. Fyrirlestrarnir fjalla um mismunandi málefni sem tengjast söfnunum, allt frá því hvernig ímynd rithöfunda er varpað fram á safninu til hvaða áhrifa slík söfn hafa á ferðamennsku og umhverfi sitt. Fyrirlesararnir komu víðsvegar að frá norðurlöndunum og tengjast allir starfsemi þessara safna.

Hér má heyra pistlana í sarpi RÚV:
Bókmenntir sem hreyfiafl í ferðaþjónustu
Söfn helguð umdeildum skáldum
Skapaði Astrid Lindgren smálönd?
Bókmenntir sem bjargráð