Mikill gestagangur hefur verið á Gljúfrasteini í allt sumar. Um 650 manns komu á stofutónleikaröð safnsins sem haldin var á sunnudögum í sumar og endaði sumarvertíðin á opnu húsi laugardaginn 31. ágúst í tilefni af bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Metaðsókn var þann daginn þegar hátt í 350 gestir sóttu safnið heim.
Frá og með 1. september tekur vetraropnunartími gildi, en þá er opið alla daga nema mánudaga kl. 10 – 16. Verið velkomin.
Aðgangseyrir
Fullorðnir kr. 1200,-
Eldri borgarar og öryrkjar kr. 1000,-
Nemar kr. 1000,-
Öryrkjar fá frítt
Börn til 18 ára ókeypis