Vetraropnun
03.11 2023
Í nóvember, desember, janúar og febrúar verður lokað á Gljúfrasteini um helgar nema þegar um sérstaka viðburði verður að ræða. Á aðventunni munu rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum og á degi íslensrar tungu munu ritlistarnemar lesa úr verkum sínum. Þessir viðburðir verða auglýstir sérstaklega. Hópar geta bókað um helgar sé þess óskað. Vinsamlega hafið samband með því að senda tölvupóst.

Halldór Laxness í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini.