Verk mánaðarins byrjar aftur í lok febrúar og verður síðasta sunnudag hvers mánaðar fram á vor.
Að þessu sinni ætlum við að einbeita okkur að leikritum byggðum á verkum Halldórs Laxness. Valinkunnt fólk sem hefur unnið við uppsetningu á leikverkum eftir skáldið verður fengið til að stýra spjalli.
Þjóðleikhúsið sýnir í ár tvö leikverk eftir bókum Halldórs Laxness. Gerpla verður frumsýnd í febrúar í leikstjórn Baltasar Kormáks og Íslandsklukkan í apríl í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.