Verk eftir Stravinsky og Schumann í stofunni á Gljúfrasteini

03/06 2019

Nicola Lolli og Bjarni Frímann spila í stofunni á Gljúfrasteini á sunnudag. 

Nicola Lolli, konsertmeisari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leikur ásamt Bjarna Frímanni Bjarnasyni sem er meðal annars aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, verk eftir Stravinsky og Schumann fyrir fiðlu og píanó í stofunni á Gljúfrasteini næstkomandi sunnudag.
Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá 2. júní til 25. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.