Veiðistóllinn

16/06 2020

Gripur vikunnar á Gljúfrasteini er Veiðistóllinn eða „The hunting chair‟, eftir danska hönnuðinn Børge Mogensen.

Stóllinn var í sérstöku uppáhaldi hjá Halldóri Laxness. Haft var eftir Auði, konu Halldórs, að það hefði enginn setið í þessum stól nema Halldór og að hann hafi einnig haft alveg sérstakt lag á að standa uppúr honum.