Vefurinn Skáldatími kominn í loftið 

26/04 2022

Ólafur Ragnarsson, Auður Laxness og Pétur Már Ólafsson. Mynd fengin af skaldatimi.is.

Nú er vefurinn skaldatimi.is kominn í lofið. Þar hefur Pétur Már Ólafsson, útgefandi tekið saman formála, fyrirlestra og greinar sem hann hefur ritað um sagnaheim Halldórs Laxness í gegnum tíðina. Pétur Már starfaði lengi hjá Vöku-Helgafelli sem hann lýsir sem eins konar skrifstofu Nóbelsskáldsins á þeim tíma. Þá sat Pétur Már einnig í ritnefnd heimasíðu Gljúfrasteins á upphafsárum safnsins og birtust margar greina hans þar.  

Það er mikið fagnaðarefni að fá vefinn í loftið og vel óhætt að mæla með efni hans fyrir áhugafólk um Halldór Laxness og íslenskar bókmenntir.