Vefsíða Gljúfrasteins er nú á sex tungumálum eftir að frönsku var bætt við nýlega. Safnið er allnokkuð heimsótt af Frökkum enda hafa átta af skáldsögum Halldórs verið þýddar á frönsku ásamt smásögunni Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík 1933 og leikritinu Silfurtúnglið. Einnig var nýlega unnin textaleiðsögn með myndum á frönsku en stefnt er að því að það verði næsta tungumál sem boðið verður upp á sem hljóðleiðsögn. í dag er Gljúfrasteinn með hljóðleiðsagnir á ensku, dönsku, sænsku og þýsku auk íslensku.