Úr sveit til sjávar: Hlaupið, gengið eða skautað frá Gljúfrasteini að Gróttu

16/04 2010

Gljúfrasteinn að sumarlagi

Á sumardaginn fyrsta verður í fimmta sinn boðið uppá að hlaupa, hjóla eða skauta frá Gljúfrasteini að Gróttu. Úr sveit til sjávar. Farið er eftir göngu- og hjólreiðastígum höfuðborgarinnar. Leiðin er tæpir 40 km.

Þetta er uppbyggjandi og skemmtileg leið til að byrja sumarið. Lagt verður af stað kl. 13 frá Gljúfrasteini og gert er ráð fyrir að dvelja í Elliðaárdal frá 14:30 til 15.00. Búist er við að allir séu komnir að Fræðasetri í Gróttu kl. 17:00

Hægt er að bætast í hópinn á leiðinni og sýna lífskraftinn í verki eftir vetur sem í senn hefur verið langur og mildur. Ekkert þátttökugjald.

Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur B. Ólafsson í síma 699-6684

Opið er á Gljúfrasteini á sumardaginn fyrsta frá klukkan 10 til 17. Aðgangseyrir er 800 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir eldri borgara og öryrkja en ókeypis fyrir börn til 18 ára aldurs.