Úr ljóðum Laxness

22/04 2012

Kammerkór Norðurlands

Kammerkór Norðurlands flytur lög við ljóð Nóbelskáldsins í Hörpu, í kvöld, sunnudaginn 22. apríl 2012 kl. 20.00. Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við Gljúfrastein. Á efnisskránni verða þekkt kórlög við ljóð Laxness og einnig hefur kórinn fengið til liðs við sig nokkur tónskáld sem hafa samið ný lög fyrir þetta tilefni. Flutt verða lög eftir; Jóhann G. Jóhannsson, Báru Grímsdóttur, Jón Ásgeirsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Heimi Sindrason og Hauk Tómasson.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum 1998. Í kórnum er söngfólk víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri í austri að Sauðárkróki í vestri. Kórinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar. Stjórnandi Kammerkórs Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Um Kammerkór Norðurlands.
Á undanförnum árum hefur  Kammerkór Norðurlands einbeitt sér að flutningi íslenskra tónverka og meðal annars frumflutt nokkur slík, sem sum hafa verið samin sérstaklega fyrir kórinn.  Má þar nefna tónskáldin Atla Ingólfsson, Báru Grímsdóttur, Guðmund Óla Gunnarsson, Hauk Tómasson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jaan Alavere, Jón Ásgeirsson, Pál Barna Szabó og Snorra Sigfús Birgisson.  Það hefur verið meðvituð stefna og metnaðarmál kórsins og stjórnanda hans að hvetja íslensk tónskáld til dáða með því að kaupa af þeim verk og stuðla þannig að vexti og viðgangi íslenskrar kórtónlistar. Hvarvetna hefur kórinn hlotið glimrandi dóma fyrir flutning sinn og túlkun.
Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum ársins 1998.  Sigurbjörg Kristínardóttir stjórnaði kórnum fyrstu tvö árin en Guðmundur Óli Gunnarsson hefur verið við stjórnvölinn frá árinu 2000. Í kórnum er nú söngfólk af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri vestur til Sauðárkróks. Hópurinn samanstendur af menntuðum söngvurum og tónlistarfólki, og gerir það kórnum kleift að æfa í skorpum og vinna markvisst þrátt fyrir dreifða búsetu. Kórinn gaf út sinn fyrsta hljómdisk fyrir rúmu ári og er mjög stoltur af diskinum.  Í okbóber síðastliðinn hlotnaðist kórnum sá heiður að vera boðið að syngja á tónleikum á dagskrá íslenskra bókmenntadaga í Zofingen í Sviss, sem haldnir voru í framhaldi af bókahátíðinni í Frankfurt.  Að auki hélt kórinn tvenna tónleika í öðrum bæjum í Sviss og voru viðtökur mjög góðar í öll skiptin. Að lokum er mikilvægt að það komi fram að kórinn er menntuðu tónlistarfólki ómetanlegt tækifæri til að iðka list sína og styrkir þannig stoðir samfélagsins í hinum dreifðu byggðum Norðurlands.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum 1998. Í kórnum er söngfólk víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri í austri að Sauðárkróki í vestri. Kórinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar. Stjórnandi Kammerkórs Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Um Kammerkór Norðurlands

Á undanförnum árum hefur  Kammerkór Norðurlands einbeitt sér að flutningi íslenskra tónverka og meðal annars frumflutt nokkur slík, sem sum hafa verið samin sérstaklega fyrir kórinn.  Má þar nefna tónskáldin Atla Ingólfsson, Báru Grímsdóttur, Guðmund Óla Gunnarsson, Hauk Tómasson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jaan Alavere, Jón Ásgeirsson, Pál Barna Szabó og Snorra Sigfús Birgisson.  Það hefur verið meðvituð stefna og metnaðarmál kórsins og stjórnanda hans að hvetja íslensk tónskáld til dáða með því að kaupa af þeim verk og stuðla þannig að vexti og viðgangi íslenskrar kórtónlistar. Hvarvetna hefur kórinn hlotið glimrandi dóma fyrir flutning sinn og túlkun.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum ársins 1998.  Sigurbjörg Kristínardóttir stjórnaði kórnum fyrstu tvö árin en Guðmundur Óli Gunnarsson hefur verið við stjórnvölinn frá árinu 2000. Í kórnum er nú söngfólk af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri vestur til Sauðárkróks. Hópurinn samanstendur af menntuðum söngvurum og tónlistarfólki, og gerir það kórnum kleift að æfa í skorpum og vinna markvisst þrátt fyrir dreifða búsetu. Kórinn gaf út sinn fyrsta hljómdisk fyrir rúmu ári og er mjög stoltur af diskinum.  Í okbóber síðastliðinn hlotnaðist kórnum sá heiður að vera boðið að syngja á tónleikum á dagskrá íslenskra bókmenntadaga í Zofingen í Sviss, sem haldnir voru í framhaldi af bókahátíðinni í Frankfurt.  Að auki hélt kórinn tvenna tónleika í öðrum bæjum í Sviss og voru viðtökur mjög góðar í öll skiptin. Að lokum er mikilvægt að það komi fram að kórinn er menntuðu tónlistarfólki ómetanlegt tækifæri til að iðka list sína og styrkir þannig stoðir samfélagsins í hinum dreifðu byggðum Norðurlands.