Upptökur á Gljúfrasteini fyrir sænska ríkissjónvarpið

03/09 2015

Sofia Olsson og Benjamin J. Sollner frá Ríkissjónvarpi Svía, SVT

Þau Sofia Olsson og Benjamin J. Sollner frá Ríkissjónvarpi Svía, SVT, komu á Gljúfrastein í gær að taka upp innslag fyrir sænska bókmenntaþáttinn Babel.

Tilefnið er að 60 ár eru liðin frá því að Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin í ár en hann veitti þeim viðtöku þann 10. desember 1955 í Stokkhólmi.