Upptaka af tvöhundruðustu tónleikum Gljúfrasteins

03.04 2024

Á föstudaginn langa spilaði Ríkisútvarpið upptöku af tvöhundruðustu tónleikum Gljúfrasteins, sem haldnir voru í júlí 2023.

Fram komu sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir og píanóleikarinn Davíð Þór Jónsson en þau ræddu einnig um vinnulag tónlistarfólks og samstarf þeirra við píanóleikarann Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Tónleikarnir voru haldnir í minningu Önnu, sem var tónlistarráðunautur Gljúfrasteins og lykilmanneskja í klassísku tónlistarlífi landsins áratugum saman.

Við hlökkum mikið til tónleika sumarsins sem hefjast sunnudaginn 2. júní. Þeir verða haldnir á hverjum sunnudegi kl. 16 út sumarið.

Davíð Þór og Diddú frá tónleikum í júlí 2023