Upplestur skáldsins í óveðrinu

13/02 2020

Halldór Laxness í Mosfellsdal

Í ár eru 50 ár liðin frá því að bókin Innansveitarkronika kom út en hún var næstsíðasta skáldsaga Halldórs Laxness. Nú þegar hver lægðin rekur aðra og fólk er hvatt til að halda sig innandyra  viljum við minna á vefinn innansveitarkronika.is. Þar er hægt að hlusta á upplestur Halldórs Laxness á sögunni sem hann kallaði sjálfur ,,fáein blöð um týnda smámuni í Mosfellssveit”. Einnig er þar að finna rafbókina.

Á vefnum er fróðleikur um sögusviðið og persónur sögunnar. Vefurinn um Innansveitarkroniku er samstarf Gljúfrasteins, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Forlagsins, Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og fjölskyldu Halldórs Laxness.

Innansveitarkronika kom út í september árið 1970 og sagði þá í bókakynningu að sagan væri rituð ,,af snillingi skáldsögunnar að skemmta sjálfum sér”.