Ummæli um bækur Nóbelsverðlaunahöfunda

11/10 2011

Halldór Laxness heilsar frá þilfari Gullfoss þeim fjölmörgu sem fögnuðu honum við komuna til Íslands eftir afhendingu Nóbelsverðlaunanna.

Á Nóbelsvefnum er hægt að skrifa ummæli um sína uppáhalds bók eftir Nóbelsverðlaunahöfund. Þar má finna ummæli um nokkrar bækur Halldórs Laxness og er gaman að sjá hversu víðförlar bækurnar eru. Þar má meðal annars lesa ummæli frá fólki frá Suður - Afríku og Serbíu og Montenegró.

Í síðustu viku var tilkynnt um að sænska ljóðskáldið Tomas Tranströmer hlyti Bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.