Tónleikar á bæjarhátíð

27/08 2013

Í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar, Í túninu heima, ætlar Gljúfrasteinn að standa fyrir tónleikum næstkomandi sunnudag, þann 1. september. Á tónleikunum koma fram þau Halldór Sveinsson, píanóleikari og Sigrún Harðardóttir fiðluleikari og leika nokkrar vel valdar íslenskrar dægurlagaperlur, m.a eftir Sigfús Halldórsson, Þórarinn Guðmundsson og Jón Múla.Í túninu heima stendur yfir frá og með 29. ágúst til 1. september og verður dagskráin fjölbreytt sem aldrei fyrr.
Sjá nánar um hátíðina. Tónleikarnir eru styrktir af Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar.

Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 í stofunni á Gljúfrasteini og er aðgangseyrir ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

Endilega kynnið ykkur Gljúfrastein á facebook.