„Það var einn góðan vetrardag, við gleymdum stund og stað, gagntekin af nýrri veröld sem máluð var á blað. Við vorum stödd á skrýtnum stað, á furðulegri strönd, hvar fiskar höfðu bláa fætur og í fangi blómavönd. Það er gott að lesa, það er gott að lesa, það er gott að lesa fyrir barn eins og þig“. Þannig er fyrsta erindi ljóðsins sem kynnt var í tilefni undirritunar um þjóðarsáttmála um læsi. Höfundur lags og ljóðs er Bubbi Morthens. Hér má hlusta á lagið í heild sinni.
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu Þjóðarsáttmála um læsi á Gljúfrasteini 24. ágúst. Verið er að hleypa af stað þjóðarátaki sem mennta- og menningarmálaráðuneytið mun vinna í samvinnu við sveitarfélög og skóla með það að markmiði að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns.