„Það er gott að lesa“

25/08 2015

Frá undirritun sáttmálans

Það var einn góðan vetrardag, við gleymdum stund og stað, gagntekin af nýrri veröld sem máluð var á blað. Við vorum stödd á skrýtnum stað, á furðulegri strönd, hvar fiskar höfðu bláa fætur og í fangi blómavönd. Það er gott að lesa, það er gott að lesa, það er gott að lesa fyrir barn eins og þig. Þannig er fyrsta erindi ljóðsins sem kynnt var í tilefni undirritunar um þjóðarsáttmála um læsi. Höfundur lags og ljóðs er Bubbi Morthens. Hér má hlusta á lagið í heild sinni.

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta­málaráðherra, og Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, und­ir­rituðu Þjóðarsátt­mála um læsi á Gljúfra­steini 24. ágúst. Verið er að hleypa af stað þjóðarátaki sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið mun vinna í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög og skóla með það að mark­miði að öll börn geti við lok grunn­skóla lesið sér til gagns.

Sjá nánar á heimasíðu Menntamálaráðuneytisins