Sýningin um Auði á Gljúfrasteini lokið

01/10 2014

Frá opnun sýningar um Auði

 

Sýningin um Auði á Gljúfrasteini í Listasal Mosfellsbæjar er nú lokið.

Um 1700 gestir komu á sýninguna. Boðið var upp á vinnustofu í skotthúfuprjóni í samvinnu við Heimilisfélag Íslands, þar sem farið var eftir uppskrift Auðar af skotthúfu en fyrir hana hlaut hún viðurkenningu í hekl- og prjónasamkeppni Álafoss árið 1970. Þá var haldin leiðsögn og málþingið ,,Hvað veistu um lopapeysuna“, í tengslum við ,,Lopapeysuverkefnið“ sem er samstarfsverkefni þriggja safna; Hönnunarsafns Íslands, Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi og Gljúfrasteins. Ásdís Jóelsdóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hélt inngangserindi og greindi frá rannsóknarverkefni sínu um uppruna, hönnun og þróun íslensku lopapeysunnar og tengsl hennar við íslenska arfleifð.

Á vef Gljúfrasteins er að finna undirsíðu tileinkaða Auði og verkum hennar. Við þá síðu mun ýmislegt bætast þar á meðal ljósmyndir, leiðsögn og fleira er varðar sýninguna í Listasal Mosfellsbæjar svo allir geti  fræðst um þessa fyrstu sýningu sem tileinkuð er Auði Sveinsdóttur.