Sumaropnunartími á Gljúfrasteini 

01/06 2022

Kaldakvísl í sumarbúningi. Gaman er að ganga upp með ánni að Helgufossi.

Nú er opið alla daga á Gljúfrasteini frá kl. 10.00 – 17.00.  

Í sumar verður ýmislegt um að vera á safninu og ber þar helst að nefna hina árlegu stofutónleikaröð. Tónleikarnir fara fram alla sunnudaga kl. 16 í júní, júlí og ágúst þar sem einvalalið tónlistarfólks mun stíga á stokk.  

Allt árið um kring er boðið upp á hljóðleiðsögn um húsið á íslensku, ensku, dönsku, þýsku og sænsku. Einnig er hægt að fá textaleiðsögn um húsið á frönsku.  

Þá er tilvalið að fá sér göngu í Mosfellsdalnum en í nágrenninu eru stikaðar gönguleiðir og hægt að fá nánari upplýsingar í afgreiðslu safnsins. Hér má sjá kort af gönguleiðum á svæðinu. 

Sjáumst á Gljúfrasteini í sumar!