Nú þegar sumarið er komið eru flestir farnir að huga að góðri afþreyingu. Þegar sólin skín og fuglarnir syngja er fátt betra en að koma og skoða Gljúfrstein og fara svo í gönguferð um heimahaga skáldsins. Hægt er að skoða Helgufoss og Guddulaug sem eru einstaklega fallegir staðir. Halldór Laxness lýsti Guddulaug árið 1975 í endurminningarsögunni ,,Í túninu heima" og gerði hana að himneskum heilsubrunni. Hann skrifar: ,,Í dalnum trúðu allir á þessa lind; einlægt ef einhver var hættulega sjúkur var sótt vatn í þessa lind. Faðir minn trúði á þessa lind. Ég trúi líka á þessa lind. Þegar faðir minn var hætt kominn í lúngnabólgu í fyrra sinnið var ég látinn sækja vatn handa honum í þessa lind tvisvar á dag og honum batnaði. Þegar hann fékk lúngnabólgu næst, átta árum síðar, þá var ég í bænum að láta prenta Barn náttúrunnar og einginn til að sækja honum vatn í þessa lind og hann dó ..."
Umhverfi Helgufoss er náttúruperla þar sem meðal annars er álfakirkja. Helgufoss rennur fyrir ofan Gljúfrastein og gengið uppmeð Köldukvísl og að Helgufossi.
Í Mosfellsdalnum eru líka fleiri ákaflega fallegir staðir sem má finna í göngukorti Mosfellsbæjar.