Núna í ár eru 200 liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Í tilefni þessara tímamóta birtast hér á vefsíðu Gljúfrasteins í heild sinni þrjár greinar sem Halldór Laxness skrifaði um sjálfstæði þjóðarinnar og íslenskt þjóðerni. Fyrsta greinin birtist á þjóðhátíðardaginn, en það var „Ræða 1. desember 1935“ sem útvarpað var á fullveldisdeginum frá svölum Alþingishússins.
Í dag birtum við erindi sem Halldór flutti að Álfaskeiði í Hrunamannahreppi 26. júlí 1953. Hún var síðar prentuð í Degi í senn sem kom út árið 1955. Greinin ber heitið „Stórþjóðir og smáþjóðir“ og hægt er að lesa hana í fullri lengd hér.