Stofutónleikar hefjast að nýju

28/05 2019

Bubbi Morthens kemur fram á fyrstu stofutónleikum sumarsins, sunnudaginn 2. júní kl. 16.

Þetta er þrettánda sumarið sem Gljúfrasteinn stendur fyrir stofutónleikum á safninu en frá upphafi hafa um 420 tónlistarmenn komið fram. Valdís Þorkelsdóttir sá um skipulagninu á viðburðunum í ár.

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá 2. júní til 25. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri. 

Hér má finna dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.