Stofutónleikar hefjast 28. júní

23/06 2020

Halldór og Auður sitja ásamt tónleikagestum í kringum flygilinn í stofunni á Gljúfrasteini árið 1953 eftir tónleika armenska söngvarans P. Lisitsians, sem er fyrir miðju ásamt píanóleikaranum Tatjönu Nikolajevu. Á myndinni má sjá Þórberg Þórðarson lengst til hægri.

Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari  tekur af skarið og kemur fram á fyrstu stofutónleikum sumarsins, sunnudaginn 28. júní kl. 16. Hún mun flytja meistaraverk eftir J.S. Bach og Hafliða Hallgrímsson.

Að þessu sinni sá Hlima Kristín Sveinsdóttir um skipulagninu tónleikaraðarinnar.

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá 28. júní til 30. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500. Ókeypis er fyrir börn á leiskólaaldri.

Athugið að ekki er hægt að bjóða uppá sæti með tveggja metra fjarlægðarreglu.

Hér má finna dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.