Benedikt Erlingsson fjallar um Íslandsklukkuna á sunnudaginn

25/05 2010

Íslandsklukkan var sett upp í nýrri leikgerð Benedikts Erlingssonar í Þjóðleikhúsinu árið 2010 í tilefni af sextíu ára afmæli Þjóðleikhússins.

Benedikt Erlingsson fjallar um leikgerð Þjóðleikhússins á Íslandsklukkunni sunnudaginn 30. maí næstkomandi. Íslandsklukkan í leikgerð Benedikts var frumsýnd 22. apríl síðastliðinn. Hún er sett upp í tilefni af sextíu ára afmæli Þjóðleikhússins, en verkið var eitt af þremur opnunarsýningum leikhússins árið 1950.

Benedikt mun gefa tæknilega sýn inn í þá vinnu sem leikhús og leikstjórar þurfa að vinna til þess að koma skáldverki á svið. Hann mun fjalla um hefðbundin vinnubrögð vestræns leikhúss og hvernig þessum vinnubrögðum var beitt við nýja leikgerð Íslandsklukkunnar.

Að venju hefst spjallið klukkan 16 og allir velkomnir.

Aðgangseyrir er 800 krónur.

Verk mánaðarins er síðasta sunnudag hvers mánaðar frá september til maí og er þetta því síðasta spjall vetrarins.