Stofutónleikar Gljúfrasteins hefjast sunnudaginn 6. júní

02/06 2010

Fimmta stofutónleikaröð Gljúfrasteins hefst næstkomandi sunnudag, 6. júní, klukkan 16.

Halldór Laxness var mikill áhugamaður um tónlist og tónlistarflutning. Hann var prýðilegur píanisti sjálfur og rómaður fagurkeri á því sviði. Tónlistarflutningur og tónleikahald er afar mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu sem Gljúfrasteinn stefnir að í framtíðinni.

Anna Guðný Guðmundsdóttir er tónlistarráðunautur safnsins og er dagskrá sumarsins fjölbreytt að vanda. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Það eru þau Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Kjartan Valdemarsson, píanó, Ásgeir Ásgeirsson, gítar og Ólafur Stolzenwald, kontrabassi sem munu ríða á vaðið að þessu sinni.

Dagskrá sumarsins er eftirfarandi:

JÚNÍ
6. júní Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Kjartan Valdemarsson, píanó, Ásgeir
Ásgeirsson, gítar og Ólafur Stolzenwald, kontrabassi
13. júní Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson, alþýðusöngvar
20. júní Sigríður Thorlacius, söngur/ vocals og Högni Egilsson, gítar / guitar
27. júní Árni Heiðar Karlsson, píanó, Gunnar Hrafnsson, kontrabassi og Matthías
Hemstock, slagverk

JÚLÍ
4. júlí Kristinn H. Árnason, gítar
11. júlí Matthías I. Sigurðsson, klarínetta og María Arnardóttir, píanó
18. júlí Gunnhildur Daðadóttir, fiðla
25. júlí Davíð Þór Jónsson, píanó

ÁGÚST
1. ágúst Ólafur Elíasson, píanó
8. ágúst Signý Sæmundsdóttir, sópran og Þórarinn Sigurbergsson, gítar
15. ágúst Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Sólveig Samúelsdóttir mezzósópran og Hrönn
Þráinsdóttir, píanó
22. ágúst Sesselja Kristjánsdóttir, mezzósópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
29. ágúst Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó

KK hélt tónleika á Gljúfrasteini í júní í fyrra, fullt var út úr dyrum og mikil stemning.