Stofutónleikar Gljúfrasteins 2024

27/05 2024

Halldór lærði á píanó í æsku. Það síðasta sem Halldór gerði á heimilinu áður en hann fór á sjúkrahús á tíræðisaldri var að spila á flygilinn.

Upp er runnin stofutónleikaröð Gjúfrasteins. Hún hóf göngu sína árið 2006 og alltaf er jafn dásamlegt að heyra tóna hljóma í stofunni á Gljúfrasteini.

Tónlist skipti Halldór Laxness miklu máli frá fyrstu tíð. Bæði ritaði hann um tónlist af ýmsum tilefnum og eins lék hann á píanó, ekki síst verk Johann Sebastian Bach.
Í tíð Halldórs og Auðar voru ávallt haldnir tónleikar í stofunni þar sem fjöldi listamanna kom fram jafnt innlendir sem erlendir. 

Stofutónleikar hefjast kl. 16 og aðgangseyrir er 3.500 kr. Miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika og næg bílastæði eru við Jónstótt.

Dagskráin í sumar er sem hér segir:

JÚNÍ 
2. júní     Kári Egilsson píanó
9. júní     Sunna Gunnlaugs píanóleikari og Marína Ósk Þórólfsdóttir söngkona
16. júní   Páll Ragnar Pálsson og Tui Hirv
23. júní   Silva og Steini 
30. júní   Gunnar Kvaran sellóleikari

JÚLÍ
7. júlí      Sól­veig Thorodd­sen hörpuleikari og Sergio Coto Blanko lútuleikari
14. júlí    Víðáttur Laxness – Tríó Hjartar Jóhannssonar.
               Hjörtur Ingvi Jóhannsson leikur á píanó,  Andri Ólafsson á bassa
               og Magnús Tryggvason Eliassen á trommur
21. júlí    Páll Palomares fiðla og Erna Vala Arnardóttir píanó
28. júlí    Magnús Jóhann píanóleikari og Óskar Guðjónsson saxafónleikari spila jazz

ÁGÚST
4. ágúst    Dúóið Girni og Stál spila barokk. Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari
                 og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari
11. ágúst   Kristján Kristjánsson KK syngur og spilar eins og honum einum er lagið
18. ágúst   Strengjakvartettinn Spúttnik. Kvertettinn skipa: Vigdís Másdóttir, víóla,
                  Gréta Rún Snorradóttir, selló, Diljá Sigursveinsdóttir, fiðla
                  og Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir fiðla 
25. ágúst   Benedikt Kristjánsson tenór og Mathias Halvorsen píanó leika sönglög eftir
                  Robert Schumann

Velkomin á stofutónleika á Gljúfrasteini í sumar.