Í dag verður haldið uppá alþjóðlegan dag bókarinnar. 23. apríl er einnig merkur fyrir þær sakir að vera afmælisdagur Halldórs Laxness.
Í tilefni dagsins stendur Gljúfrasteinn fyrir stofuspalli með Sigríði dóttur skáldsins þar sem hún mun ræða bókina Elsku Drauma mín. Upphaflega stóð til að Vigdís Grímsdóttir skrásetjari bókarinnar tæki þátt í spjallinu en sökum óviðráðanlegra ástæðna forfallast hún og Edda Björgvinsdóttir mun sitja í hinu lauflétta stofuspjalli með Sigríði á þessum fallega degi. Svavar Steinarr starfsmaður Gljúfrasteins mun stýra spjallinu.
Viðburðurinn hefst klukkan 16 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis.
Við bendum á bílastæði við Jónstótt.