Sögur, ljóð og þýðing á aðventuupplestri næsta sunnudag

02/12 2014

Halldór á vinnustofu sinni að Gljúfrasteini skömmu eftir að hann og Auður kona hans fluttu þangað 1945. Halldór skrifaði á hverjum degi, hóf vinnu um hálftíuleytið og stóð þá iðulega við púlt á vinnustofu sinni.

Fresta varð upplestrunum sem vera áttu síðasta sunnudag vegna veðurs. Það kemur því í hlut Áslaugar Agnarsdóttur, Bjarka Bjarnasonar, Guðrúnar Guðlaugsdóttur, Gyrðis Elíassonar og  Péturs Gunnarssonar að ríða á vaðið og lesa upp úr bókum sínum á Gljúfrasteini fyrir þessi jól næsta sunnudag, 7. desember klukkan 16.

7. desember
Áslaug Agnarsdóttir (þýðandi) Bréfabók eftir Mikhail Shishkin
Bjarki Bjarnason Ástríður
Guðrún Guðlaugsdóttir Beinahúsið
Gyrðir Elíasson Koparakur og Lungnafiskarnir
Pétur Gunnarsson Veraldarsaga mín

Dagskráin hefst stundvíslega kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Hér má nálgast dagskrá aðventuupplestra Gljúfrasteins í heild sinni.