Skeggrætt við Halldór

26/06 2018

Hér á vefsvæði Gljúfrasteins má finna Skeggræður gegnum tíðina, viðtalsbálk Matthíasar Johannessen við Halldór Laxness, sem  birtist í heild sinni í Morgunblaðinu þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu skáldsins.


Í samtölum þeirra bera mörg málefni á góma, allt frá almennum þjófélagsmálum til endurminninga og er þetta góð heimild um skemmtilega samtalshæfni Halldórs.


Til að mynda gagnrýnir Halldór þá sem vilja statt og stöðugt finna boðskap og tákngervingar í skrifum hans: „Ég minnist þess að hafa einhvern tíma lesið í ritdómi um leikrit eftir mig, Strompleikinn, að kerlingin sem múruð var inn í strompinn væri tákn Keflavíkurflugvallar. [...] Sagan fjallar einfaldlega um roskna konu sem villist af bæjarhlaðinu heima hjá sér og ráfar yfir í annað byggðarlag, yfir fjall. Annað felst ekki í sögunni; þjóðfélagsástand á Íslandi er allt annað mál. Margir virðast ekki geta haft ánægju af að lesa sérkennilega sögu, til að mynda af konu sem villist af hlaðinu heima hjá sér, nema tengja hana við einhverja þráhyggju sjálfs sín.“ (3. hluti, VI. Kórvilla)

Hér má finna viðtölin í heild sinni.